27.5.2007 | 20:07
Árin orðin 27
Fyrir 27 árum þá gerðust þau merku tíðindi að ég leit dagsins ljós og ákvað að taka þátt í lífi allra þeirra sem vilja þekkja mig. Það að taka svona mikla ákvörðun að fæðast inn í þennan heim er ævilöng skuldbinding við sjálfan sig. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að þekkja gott fólk sem reynst mér hefur ótrúlega vel og kennt mér margt. Þessi ákvörðun og skuldbinding sem ég tók fyrir 27 árum er mun auðveldari í framkvæmd vegna þess hversu margir leggja hönd á plóginn. Því vil ég segja við alla vini mína, fjölskyldu, samstarfsmenn og velunnara, miklar þakkir fyrir mig.
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 13:24
Hver er þessi kona?
Samkvæmt fréttinni tældi "konan" manninn inn í húsasundið. En hver er þessi kona eiginlega? Hennar er hvergi getið framar í fréttinni... Eru sumarafleysingarnar byrjaðar á mbl.is svona snemma?
Holmes
Lokkaður inn í húsasund og rændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2007 | 23:23
Þekki þú mig?
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 23:52
Hátækni hlaup
Var að hlusta á sjónvarpið í kvöld meðan ég var að borða Cherios og Coco Puffs blandið mitt þar sem ég nennti ómögulega að elda fyrir sjálfan mig. Þar sat kona fyrir svörum hjá stjórnanda Íslands í dag sem spurði margra skemmtilega en að mínu mati einfaldra spurninga um stórt mál, þ.e. hátæknisjúkrahús sem nú er verið að skipuleggja og teikna. Rétt eftir að hafa lokið við síðustu skeiðina upp úr skálinni lauk þessu viðtali, eftir sat ég saddur en sá fyrir mér að ég þyrfti að fara að sleppa Coco Puffinu þar sem ég myndi aldrei eiga efni á að liggja inni á þessu sjúkrahúsi, né fengi aðgang að hinum þar sem þau myndu vera lokið til að fjármagna þetta hátæknisjúkrahús.
Vegna þessa velti ég því fyrir mér hví sé ekki hægt að notast við þá peninga sem eiga nú að fara í eldhús og einstaklingssjúkrastofur í að byggja upp og bæta það sem við höfum nú þegar? Auðvita er það heilsuhvetjandi að segja, Ekki er tekið inn fólk með minna en 5 miljónir í árslaun. En þá er spurningin um alla hina sem eru undir þessu marki og hvort við þurfum að byrja á sama kerfi og notast er hér fyrir vestan okkur. Þannig ef ég og aðrir sem viljum hlusta á sjónvarpið og borða mis-hollan mat öðru hverju ætlum að njóta góðrar heilbrigðisþjónustu er málið að fá sér vinnu sem gefur 5 millur plús á ársgrundvelli eða snúa sér að ávöxtum og grænmeti með aukinni hreyfingu. Ég ákvað að skokka upp á Nafir í kvöld af þessu tilefni með hundinn og fékk mér appelsínu á eftir áður en ég settist hérna niður til þessara skrifa.
Holmes á www.123.is/sherlockholmes
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 23:00
Hátækni hlaup
Var að hlusta á sjónvarpið í kvöld meðan ég var að borða Cherios og Coco Puffs blandið mitt þar sem ég nennti ómögulega að elda fyrir sjálfan mig. Þar sat kona fyrir svörum hjá stjórnanda Íslands í dag sem spurði margra skemmtilega en að mínu mati einfaldra spurninga um stórt mál, þ.e. hátæknisjúkrahús sem nú er verið að skipuleggja og teikna. Rétt eftir að hafa lokið við síðustu skeiðina upp úr skálinni lauk þessu viðtali, eftir sat ég saddur en sá fyrir mér að ég þyrfti að fara að sleppa Coco Puffinu þar sem ég myndi aldrei eiga efni á að liggja inni á þessu sjúkrahúsi, né fengi aðgang að hinum þar sem þau myndu vera lokið til að fjármagna þetta hátæknisjúkrahús. Vegna þessa velti ég því fyrir mér hví sé ekki hægt að notast við þá peninga sem eiga nú að fara í eldhús og einstaklingssjúkrastofur í að byggja upp og bæta það sem við höfum nú þegar? Auðvita er það heilsuhvetjandi að segja, ?Ekki er tekið inn fólk með minna en 5 miljónir í árslaun?. En þá er spurningin um alla hina sem eru undir þessu marki og hvort við þurfum að byrja á sama kerfi og notast er hér fyrir vestan okkur. Þannig ef ég og aðrir sem viljum hlusta á sjónvarpið og borða mis-hollan mat öðru hverju ætlum að njóta góðrar heilbrigðisþjónustu er málið að fá sér vinnu sem gefur 5 millur plús á ársgrundvelli eða snúa sér að ávöxtum og grænmeti með aukinni hreyfingu. Ég ákvað að skokka upp á Nafir í kvöld af þessu tilefni með hundinn og fékk mér appelsínu á eftir áður en ég settist hérna niður til þessara skrifa.
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2007 | 22:54
Árangur og ekkert labb
Nú líður að kosningum og flokkarnir farnir að fylla póstkasanna af bæklingum sem segja nákvæmlega ekki neitt um ekki neitt. Svo eru forkálfarnir farnir að ferðast um og kynna sín málefni og segja draugasögur í björtu. Auðvita þarf allt að vera fínt og flott í þessu sambandi og öllu því besta tjaldað svo atkvæðin verði fleiri. Fornaldarflokkunin (X-B) sem nú er að deyja út s.kv. flestum skoðanakönnunum er enginn eftirbátur hinna í atkvæðasöfnun og sýndi og sannaði það að hann er tilbúinn að gera eins mikið og hann getur á sem auðveldasta hátt. Auk þess sem hann er tilbúin að traðka á þjóðfélagsþegnum sem þegar eiga undir höggi að sækja. Það sannar þessi mynd sem einhver glöggur vegfarandi tók. Ekki nóg að þeir leggi í stæði fatlaðra heldur er bíllin ekki að verri endanum, Hummer jeppi í borg. Eru álver og stóriðjur ekki nóg, verða allir framsóknar-félagar að leggja sitt af mörkum líka með því að aka um á sót-miðstöð? Ég hlít að spyrja
Það litla álit sem ég hafði á framsóknarflokknum fer því hratt dvínandi og vona ég að þeir taki sig á, ásamt öllum þeim sem telja sig yfir aðra hafnir. Ef ekki og þeir halda viðvarandi stefnu held ég að við ættum að taka frá glerskáp frá fyrir þá á þjóðminjasafninu.Með kveðju,Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 14:39
Gleðilegt sumar allir elskanlegir :-)
Framtíðin er eitthvað sem ég hef haft á herðum mér síðan fyrir páska og er ég svo lítið á báðum áttum með hana og hvernig hún eigi efti að verða og hvað ég eigi að gera við hana. Meðan á þessum þýðingum stendur er ég að láta mér detta í hug plan sem mér líkar við, en ekkert heillar mig.
En á meðan ekkert heillar mig ætla ég bara að halda áfram með það sem ég er að gera og þýða kaflann sem ég skila svo í kvöld til LOL-kennarans. Vona að allir eigi góðan dag.
Kveðja,Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2007 | 23:59
Stutt í stutt frí !
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 23:42
Gleðilega páska allir elskanlegir
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2007 | 03:35
Að sjá það sem skiptir máli
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)