5.1.2007 | 15:36
Ferðasaga 2. hluti
Mætti til Danmerkur með pompi og prakt eftir veru mína í Þýskalandi. Þurfti svoldið að hinkra eftir flugvélinni sökum ?NEBEL? sem þjáði Tempelhof flugvöllinn. Svo þegar klukkan var farin að ganga 10:00 var okkur skellt í rútu og ekið á ?Fallega felds? flugvöllinn. Þar hoppuðum við upp í Sterlingvélina og vorum 45 mín á leiðinni yfir landamærin. Þegar til Köben kom óð ég út úr vélinni og pikkaði upp töskurnar, gekk ég svo út og mætti þar þeim heiðursmönnum Ívari og Ásgeiri sem höfðu droppað við í Köben til að hitta mig. Sökum seinkunnarinnar þurftu þeir að hinkra eftir mér en ekki öfugt. Alltaf gaman að hitta góða á góðri stund.
Nú þegar við vorum mættir á hótelið og Ásgeir búinn að segja ?mömmu? í móttökunni að hann ætti herbergi (Helloooooo......I have a Rooooommmmmmeeee) komum við okkur fyrir og lögðum okkur í hálftíma en fórum svo og löbbuðum um og skoðuðum strætóskýli í miðbænum, kíktum í Nettó uppi í hverfi og fengum okkur svo að snæða nautahamborgara á City Rock veitingastaðnum við Axeltorv sem er í miðbænum rétt við Vesterport. Eftir góðan mat var svo haldið til baka á hótelið þar sem við lögðum okkur eftir erfiðan og langan dag.
Morgunin eftir reis svo nýr dagur og vorum við félagarnir vaknaðir snemma að venju og farnir út um kl 13:00 eftir að hafa snætt staðgóðan morgunverð. Lá nú leið okkar í Tívolíið þar sem við eyddum deginum við að hræða úr okkur líftóruna og kanna mörk óttans í okkur, mitt mat á því er að Holtavörðuheiðin í hríð sé svakalegri en flest tækin þarna..... Við prófuðum nokkur tæki og fylgdumst með flugeldasýningu sem var haldin um kl 18:30, svaka sýning. Eftir sýninguna fórum við svo smá rúnnt um svæðið í barnalestinni og sungum gömul Íslensk ættjarðarljóð og söngva. Eftir var svo farið á Hart Rokk veitingastaðinn við hliðina á tívolíinu og fengið sér New Yorker nautasteik sem var svona allt í lagi og boðið var upp á kók hússins með. Eftir matinn varð ég að bregða mér heim á hótel vegna mikils slappleika (eitthvað sem virðist fylgja því að koma til Köben, þ.e. að verða drullu slappur fyrsta og annan dag). Þegar á hótelið var komið hitti ég ?Hótel-Ljóna-Mömmu? en fór svo fljótlega upp á herbergi og lagðist fyrir og dvaldi í draumheimum frameftir og lengur. Á meðan á þessu stóð þræddu þeir sem hraustari voru, þ.e. Ásgeir og Ívar, stræti og torg frá miðbænum og upp í Norðurbrú. Eftir að hafa spígsporað yfir þókkurt magn gangstéttarhellna gáfust þeir þó upp og hoppuðu upp í strætisvagn 5A sem ferjaði þá áleiðis til baka upp á Hótel.
Eftir sextán klukkustundir, sex mín. og 37 sek. í draumheimum var ég risin aftur hressari en áður og tilbúinn að takast á við að kveðja gamla árið með pompi og prakt seinna þennan dag. Lá samt upp í rúmi fram til kl 14:00 því hinir fýrarnir bærðu fjaska lítið á sér, bara fínt að sofa örlítið eftir að hafa sofið í 16 klst. Nema nú auðvitað vorum við risnir um kl 15:00 og dottnir út tæplega 45 mín seinna. Fundum okkur strætisvagn og ókum upp í Nörrebro til að kíkja á Frikka og þvottahúsið hans þar. En Frikk var víst fjarri góðu gamni, eflaust að djamma heima á íslandi. Fórum þá niður í bæ og leituðum okkur að veitingastað til að borða á, en komumst þá að því að danirnir voru búnir að upppanta alla staðina til að fagna um kvöldið. Eftir smá labb um Nýhöfnina og upp Strikið birtist okkur vin á Stríkinu og hentumst við þar inn á Mömmu Rósu sem er Mexíkanskur staður. Fengum okkur nautakjöt að venju og skoluðum því niður með eðalbornu rauðvíni (málsverðurinn var í boði FEÓÓK - Félags einstæðra, ómissandi og ómótstæðilegra karlmanna). Eftir matinn röltum við upp á Ráðhústorg og kíktum þar inn á skemmtistað og hlustuðum á tvo trúbadora þenja raddböndin á engilsaxnesku. Svo þegar loftið var farið að vera þrungi magnað af reyk og danirnir byrjaðir að tuða um hvað við Íslendingar séum alltaf að vaða yfir dani á skítugum skónum ákváðum við að bregða okkur út í hreint loft. Löbbuðum niður á Ráðhústorg þar sem við sáum að sumir voru byrjaðir að skjóta ?upp? flugeldum. Löbbuðum einn hring en stiltum okkur því næst upp við ráðhúsið og......(Lýsingar á aðferðum dana við meðhöndlun á flugeldum verður ekki birt hér vegna svakalegrar hliðarskothríðar og háskalegrar hegðunar í meðferð skotelda. Er þeim sem vildu kynna sér hvernig þetta kvöld var bennt á að skoða myndir frá átakasvæðunum í Írak og Afganistan þó svo að þeir staðir komist varla í hálfkvist á við það sem blasti fyrir okkar augum á Ráðhústorginu frá kl 23:30 til 01:00). En eftir þessa svakalegu líffsreynslu löbbuðum við um og skoðuðum næturlífið sem var fremur skrautlegt en samt engan veginn á við það sem er heima. Svo þegar gengnir voru tveir tímar af nýja árinu var haldið heim á hótelbarinn og óskað þeim sem þar voru gleðilegs nýs árs en svo haldið í kojur um þrjúleitið.
Nú árið er liðið í aldana skaut og aldrei það kemur aftur segir í gömlum dægulagatexta og er gott að setjast niður á þvílíkum tímamótum og sjá.......#$#....fyrigefið mér, datt inn í gamla áramótaræðu, en já GLEÐILEGT NÝTT ÁR!. Nýja árið var tekið rólega og ekkert verið að reyna að storka örlögunum með því að vakna senmma. En svo þegar vaknað var skelltum við okkur til Kristjaníu þar sem við duttum inn í hina víðfrægu ómenningu. Þar setumst við niður og Ásgeir fékk sér Kaffi með mjólk (= eitthvað örvandi skilst mér) og við Ívar fengum okkur bara Kók (þetta venjulega bara, óblandað). Eftir Kristjaníu lá leið okkar svo til Svíþjóðar og heimsóttum við þar hinn víðfræga sundbæ Malmö. Þar gegnum við um í leit að múmínálfunum sem eru mikið þarna á stangli. Einnig skeltum við okkur inn í kirkju bæjarins til að skoða og reyndi ég að finna Páfan til að taka eina skák, en vegna þess hversu stutt var í lokun náði ég ekki að byrja almennilega skák þannig að ég fékk bara að ljúka henni síðar. Löbbuðum svo inn á aðaltorgið í bænum og fundum okkur veitingastað til að snæða fyrstu almennilegu máltíð ársins. Auðvitað fundum við okkur stað þar sem boli gamli var á boðstólunum. Var því pöntuð nautasteik fyrir þrjá auk víns og goss á liðið. Til að toppa þetta fengum við okkur ís í eftirrétt...mmmmmm.....Ég og Ívar fórum svo að ræða um mikilvægi heilbrigðs lífernis og ættgenga hjartasjúkdóma í okkar fjölskyldum og ætlum við að reyna að vera fyrirmynd þetta nýja ár og fá hjartað til að slá hraðar þó svo að það sé óhagstætt sökum kenningar um að í lífinu sé okkur einungis gefin ákveðinn fjöldi slaga. En eftir matin vöppuðum við um og ræddum um hitt og þetta, skokkuðum svo niður á lestarstöð og skelltum okkur yfir sundin blá til baka til Köben þar sem rúmið varð síðasti áfangastaðurinn þennan fyrsta dag ársins.
Dagurinn sem við hittum frænku hans Ásgeirs rann upp. Ásgeir vaknaði fyrstur og skellti sér í frokost til frænku sinnar hennar Elínar sem hefur verið búsett í Köben s.l. 60 ár. Við Ívar hins vegar ákváðum að taka dagin í að skoða búðir og fólk. Ég brá mér hins vegar fyrst út á netkaffi til að kanna ástandið heima fyrir og sjá hvað biði mín við heimkomuna. Ívar mætti svo til mín tæplega klukkustund síðar og við fórum upp í Fields sem sögð vera stærsta verslunarmiðstöð norðurlanda. Þar ráfuðum við um og skoðuðum ýmsar skemmtilegar vörur. Ívar fann sér loðfrakka sem hann festi kaup á og hefur ekki farið úr síðan. Ekki er úr vegi að minnast við þetta tækifæri á það að klósettpappírinn sem notast er við í Fields jafnast á við fínan sandpappír og er afskaplega óaðlaðandi til hverskonar notkunnar. Eftir Fields fórum við niður í bæ og löbbuðum Istugötuna heim að hóteli þar sem við hentum inn draslinu sem við keyptum. Því næst var komið að því að hitta frænku Ásgeirs og mæltum við okkur mót við neðanjarðarlestarstöðina við Nýja torg kóngsins. Um kl 18:10 mættu svo Ásgeir og frænkan og við vorum kynnt fyrir hvort öðru. Við óðum svo með henni á Grískan veitingastað rétt fyrir ofan Strikið og melduðum okkur á hlaðborð. Eftir mat og spjall kvöddum við frænkuna og skelltum okkur í bíó. Völdum myndina Flags of our fathers sem er ágætis mynd. Við völdum hana ekki bara af áhuga heldur líka af því við vildum sjá heimahaganna þar sem við höfðum dvalið svo lengi fjarri þeim. Eftir bíóið var svo haldið heim á leið og byrjað að pakka niður fyrir heimferð morgundagsins.
Nú fríið er búið og aldrei það kemur aftur....dagurinn byrjaði snemma þar sem við þurftum að vera búnir að tæma herbergið fyrir kl 10:03. Náðum því ekki sökum þess að við erum Íslendingar og teljum okkur ekki þurfa að hlíta reglum í danmörku. Þegar við höfðum loks náð að ganga sómasamlega frá röltum við niður á lestarstöð þar sem við hentum töskunum okkar í geymslu. Svo lá leið okkar upp á Carlsberg safnið þar sem við sáum bæði í máli og bragði hvernig bjórinn verður til. Fékk að smakka á þessum veigum og var þessi óafengi langsamlega bestur að mínu mati. Eftir safnið tókum við leið 18 að Dominos í Köben og fengum okkur nokkrar sneiðar. Svo lá leiðin fram hjá heimili Viggu og þvínæst út að Fluggrillinu þar sem Ásgeir tók nokkrar myndir af flugvélum. Eftir rólega, en langa ferð þarna út eftir var nú komið að því að stíga upphafsskrefin að heimferð okkar til Íslands. Eftir að hafa endurheimt farangurinn á aðalbrautarstöðinni héldum við svo út á flugvöll þar sem við hinkruðum eftir að komast um borð. Á flugvellinum hitti ég fyrir 3 króksara, gamlan nágranna minn úr Jöklatúninu, Ingvar kærasta Eyglóar og svo vin hans sem ég man nú ekki hvað heitir (Þ-eitthvað) en við vöppuðum inn flugstöðina en kvöddumst svo þar sem komið var að því að ég ætti að takast á loft til Íslands. Kl. 20:29 var svo keyrt frá flugstöðvarbyggingunni og var þá fríið á enda kljáð.
Svo er spurningin eftir svona mikið ævintýri hvort ekki sé nú gott að koma heim í heiðardalin og takast á við verkefni nýja ársins. Fyrir mig sem er búinn að sjá margt og mikið þessi jól og áramót er ég nú fegin að vera komið í normið. Þó hefði ég viljað dvelja lengur en held að tvær vikur sé góður tími að heiman. Vona ég að þið sem eruð búin að lesa þetta farið nú inn á myndaalbúmin og skoðið allar þær myndir sem myndaðar voru í ferðinni. Viðurkenni það fúslega að þetta er ekkert lítið en get fullvissað ykkur um að þetta er áhugavert og sumt mjög skondið. Endilega skrifið spurningar við myndirnar ef þið viljið vita meira um þær og ég svara ykkur um hæl hér á netinu. En þeim sem ég hitti og var með færi ég miklar þakkir fyrir allt og vona að ég geti endurgoldið alla þá greiða og hjálp sem þið veittuð mér í þessari ferð.
Með Nýjárskveðjum
Holmes.
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 20:31
Ferðasaga 1 hluti
Jæja hjarta gullin mín, vona að þið hafið haft það sem allra best um jólin. Ég hafði það allavega bara mjög fínt í Friberg. ( Bær nálægt Dresden í Þýskalandi) Þangað hélt ég þann 22 des eftir að hafa fengið boð frá vinkonu minni Juliane um að dvelja hjá sér og fjölskyldu sinni yfir hátíðarnar og þáði ég það með miklum þökkum. Hér kemur ferðasagan, allavega fyrsti hluti hennar þar sem ég held að fólk nenni ekki að fá allan pakka í einum rykk.
Eftir venjubundna flugferð frá Íslandi þar sem bókunarkerfi og framkvæmdir eiga sér fastann sess var ég mættur til kóngsins Köben og tilbúinn að takast á við erlenda flugvallastarfsmenn og lestarverði. Hófust fyrstu átök mín við töskuleitarafgreiðsluborðið þar sem taskan mín skilaði sér ekki þegar ég kom til Danmerkur og kom hún ekki í leitirnar fyrr en þann 24. des. En eftir að hafa setið á flugvellinum í 6 tíma lá leiðin til Berlínar, nánar til tekið á flugvöllinn Tempelhof. Þar lenti ég um kl 20:15 á staðar tíma og þurfti að bíða örlítið eftir að komast út sökum þess að farþegi var eitthvað slæmur til heilsunar í vélini. Frá flugvellinum lá leiðin með Taxa yfir á lestarstöðina Südkruez þar sem ég hinkraði eftir lest til Dresden þar sem Juliane og systir hennar biðu eftir mér á lestarstöðinni. Eftir smá skoðunarferð um Dresden og ná í hluti-stopp í íbúð systir Juliane var haldið til Friberg, nánar til tekið að Lindenallee sem er rétt fyrir utan Friberg eða um 2 km. Eftir að hafa kynnt mig fyrir fjölskyldunni var mér úthlutað herbergi á 3 hæð sem innihélt bækur, hillur, skáp, sófa og rúm sem átti eftir að verða vinur minn næstu fimm nætur.
Eftir góðan nætursvefn vaknaði ég á slaginu níu og ætlaði að skella mér í sturtu en rifjaði það svo upp að það myndi vera bara sóun á góðum tíma þar sem ég hafði ekkert nema fötin sem ég var í og tannbursta sem ég fékk lánaðan. Fékk vinsamlegt vakningarkall frá þeim systrum og skokkaði því næst niður í morgunmat sem saman stóð af brauði og áleggi. Eftir morgunmat lá leið mín með Juliane inn í Friberg til að versla og skoða bæinn. Vappaði með henni inn í stórmarkað sem minnti helst á Bónusverslun úti á landi eða í Skeifunni samt var betra pláss á göngubrautunum. Eftir að hafa keypt nokkra hluti inn fyrir hádegismatinn og hálstöflur fórum við í göngutúr um bæinn. Er þetta fallegur lítill bær sem minnir á ævintýri Grímsbræðra í nútímalegu útliti og miklu fleiri verslanir. Löbbuðum meðfram vegg sem er arfur frá þeirri tíð þegar byggt var einungis innan þeirra og sýki höfð fyrir utan til að verjast óvinaherjum. Einn turninn vakti mína athygli sökum þess að á honum stóð "pest pastor" eða pestar presturinn sem mér fannst svo lítið skondið. Annað sem greip athygli mína var að sum tré í Friberg eru merkt með númerum, svipuð þeim sem við merkjum hundanna okkar með heima, ástæðuna veit ég ekki en get ímyndað mér að þetta komi sér vel ef tré tínist og er gripið af trjávörslumanninum, þá er hægt að staðsetja hvar það var áður en það tíndist??? Eftir heimsókn í aðalkirkjuna var haldið heim á leið og borðað en svo eftir matinn var haldið í bíltúr til Seiffen/Erzgebirge sem er mínu mati jólalegasti bær sem ég hef seð. Þar gat að líta vestæði sem handsmíðuðu öll leikföng og skrautmuni úr tré, auk þess sem heitt vín angaði um alt og gerði stemminguna að því sem flestir kalla jól. Eftir að hafa gengið um göturnar og veitt systur Juliane í músargildru var haldið til baka heim og sest niður við spjall og skreytingu á jólatré hússins að Lindenallee 74. Eftir þessa fjölskyldustemmingu var svo koddinn sem tók við þungum höfði í lok dags.
Nú var komið að aðfangadegi jóla og ég hálf þeyttur í morgunsárið sökum góðs nætursvefns um nóttina, sjaldan sofið jafn fast og dreymt jafn mikið, hefði fyllt snældu ef ég hefði átt að segja frá öllum draumunum og því fólki sem ég hitti í þeim. Annars hófst dagurinn á morgunmat og spjalli. Ég var ekkert mikið inn í spjallinu þar sem það fór að mestu fram á þýsku en hlustaði samt sem áður af kostgæfni. Eftir morgunmatinn fórum svo ég, pabbi Juliane, Wolfgang og Juliane í skógargöngu þar sem við gengum um fram til hádegis. Svo var Jólamaturinn fram borin um kl 13 og var það pylsa með súru káli og kartöflumús. Eftir matinn var svo lagt í hann í kirkju, en áður en í kirkjuna var farið fórum við í smá göngu um Friberg og skoðuðum umhverfið áður en messan hófst. Í messunni sem fjallaði um fæðingu Jesú var mikið sagt, en ég var aðallega í því að fylgjast með myndrænu framsetningunni þar sem en og aftur var frekar lítið um skilning á málinu. Svo slúttaði presturinn þessu um kl 17:00 og fóru þá allir heim. Þegar heim var komið var kaffi þar sem kökur léku stóran þátt á mínum disk og með þeim smákökur í aukahlutverkum. Eftir kaffið var svo farið í að opna alla pakkana sem var búið að koma vel fyrir undir trénu sem skreitt hafði verið deginum áður. Ótrúleg þá átti ég nokkra pakka þarna, og ég sem var ekki búinn að tilkinna Jólasveininum þetta, góður kalla sem fylgist víst vel með. En jæja, svo eftir að pakkar höfðu verið opnir var sungið, spilað og spilað á spil fram til miðnættis þegar þreytan var farin að rífa í mann.
Jóladagurinn byrjaði og tók enda. Um morguninn þegar ég var risin og tilbúinn að takast á við nýjan dag var morgunmaturinn að byrja og skellti ég mér í hann og át eins og hestur að venju. Næsta var ákveðið að halda til borgar Ágústusar og með mér í för voru Juliane og systir hennar sem óku. Þegar til Ágústusarborgar var komið var þoka og því lítið um útsýni úr kastalanum sem við heimsóttum. Því skelltum við okkur á safn sem fjallar aðallega um spænska rétttrúnaðar réttinn og pyntingar hans. Á eftir skellti ég mér svo á stærsta mótorhjóla safn í Evrópu að mér skildist. Þar fann ég tölvuleik sem ég skellti mér í og var um það að keyra um heiminn. Náði þar 3 sæti eftir um 15 mín leik. Eftir það skoðaði ég kláranna og tók mér góðan tíma í það. Eftir var svo haldið heim að Lindenallee og beið okkar þá svaka Önd, kartöflubolla og rauðkál. Borðaði ég svo mikið að ég lá á blístri á eftir þannig að ég átti bágt með að hreifa mig úr stað. Því brá ég á það ráð að leggja mig eftir þessi átök og svaf ég víst í tvo tíma samfleytt. Eftir svefninn var svo lífið tekið með ró fram eftir kvöldi og spilað á spil. Reyndum að skipuleggja ferðina mína líka sem ég ætlaði að fara í morguninn eftir. Um miðnætti var svo koddinn farin að öskar á mig og því mál að skella sér í bælið og bíða morgunsins.
Þegar nýr dagur rann var kl um 7 og ég rauk fram úr og skellti mér í sturtu, svo í morgunmat. Því næst lá leiðin út á lestarstöð þar sem mér var skilað af systrunum. Svo sat ég í lestinni í um 45 mín og var þá komin inn í hjarta Dresden borgar þar sem ég labbaði inn í hjartalokurnar til að kynnast henni betur. Þar blasti við mér Frúarkirkjan ásamt höllum, þinghúsum og ánni Elbu. Ranglaði þarna um í einhverja 6 tíma og tók myndir og kynnti mér mannlífið. Hitti mann sem talaði ágæta ensku og sagði hann mér frá svona því helsta í borginni og hvernig venjulegt líf færi þar fram. Um hádegisbilið var ég á vappi hjá Frúarkirkjunni og sá að tónleikar voru að bresta á eða um kl 15. Fór og ath með miða en ekkert var um slíkan munað. Fór því og skokkaði yfir í einhverja garð sem er þarna rétt hjá og gekk um hann og tók nokkrar myndir. Fór svo aftur um kl 14:45 að Frúarkirkjunni og rakst þar á konu sem veifaði miðum að fólki og bauð þá á góðu verði. Ég vatt mér upp að henni og spurðist fyrir á Þýsk-ensku og komst þá að því að þetta voru miðar á téða tónleika. Bauð nokkrar evrur í þá og fékk þar sem stutt var í að þeir byrjuðu. Skellti mér svo inn í Kirkjuna í 7. sætaröðina sæti 15 og hlýddi á undursamlega tóna í rúman klukku tíma. Eftir þetta gekk ég í átt að lestarstöðinni og var það um kl 18:00 og tók því næstu lest sem fór um kl 18:25 og var mættu tíu mín seinna í Friberg þar sem systurnar tóku á móti mér og lá leiðin heim á Tréstræti 74. Þar hitt ég fyrir ömmu og afa (pabba og mömmu mömmu Juliane) Juliane sem höfðu verið í heimsókn yfir daginn. Eftir matinn fóru þau en við héldum áfram að spila og syngja. Seinna um kvöldið fórum ég og Pabbi Juliane yfir ferðaplanið til Berlin og hvað ég gæti skoðað þar. Svo um kl 23 lá leiðin í háttinn eftir langan dag og síðasta nóttin leit dagsins ljós.
Nú var komið að kveðjustund á Lindenallee 74 og leiðin lá til Berlínar eftir morgun matinn. Fór frá lestarstöðinni í Dresden og skutluðu systurnar mér þangað þar sem þær voru á leið í skíðaferð til Tékklands. Eftir að hafa keypt miða hopaði ég upp á pall, en því miður týndi ég jólastjörnunni minni á lestarstöðinni þegar ég var að fara og er hér lýst eftir henni. Hún er rauð með mörgum oddum og er táknræn fyrir jólastjörnu þarna í bæ, finnandi er vinsamlegast beðin um að senda mér hana á Freyjugötu 18, 550 Sauðárkróki, Iceland. Nú var ég á leið inn í borg menningarinnar Berlín og datt þar inn um kl 11:00 á staðartíma. Hoppaði fyrst upp á hótel þar sem ég kom mér fyrir. Lenti í því að starfsfólk hótelsins var eitthvað efins um lestrarkunnáttu mína. Var ég bókaður í herbergi 128 í upphafi og skellti mér þangað. Þegar ég ætlaði svo að skella mér niður í lobbý til að komast á netið fór ég út en gleymdi dóti inn í herbergi. Þar sem ég hafði gegnið þarna inn í upphafi og komið mér vel fyrir taldi ég að ég ætti greiðan aðgang að herberginu aftur en þegar lykillin var settur í gerðist ekkert og fékk ég bara neitum um aðgang af herberginu mínu. Skokkað því niður í lobbý og talaði við starfsmann þar. Hún tjáði mér það að ég væri í herbergi 126 og lykillinn virkaði fínt. Ég sagði henni að ég væri í herbergi 128 og þar væri allt dótið mitt mjög skýrt og greinilega. Hún neitaði aftur og sagði að ég ætti að vera í 126 og það væri annar maður bókaðu í 128. En og aftur sagði ég henni frá því að allt dótið mitt væri inn í 128 og ef hún ætlaði ekki að hleypa mér þarna inn þá yrði hún að koma sjálf og sjá hvað ég væri að tala um. Hún sagðist ekki geta komið en kallaði á aðra konu og bað hana um að labba með mér upp á herbergi 128. Svo komum við upp í herbergi 128 og sýndi ég henni miðann sem ég hafði fengið þegar ég bókaði mig inn og á honum stóð 128. Skokkaði hún niður og fékk því framgengt að ég yrði áfram í því herbergi sem mér var úthlutað í upphafi.
Eftir að hafa komið mér vel fyrir og kynnt mér internet aðganginn fór ég að labba um Berlín og skoðaði Brandenborgarhliðið og Þinghúsið. Svo þegar kvölda tók stökk ég heim á hótel og tók smá internet sörf en brá mér svo í háttinn þar sem ég var frekar þreyttur eftir langan dag á labbi. Daginn eftir var ég kominn upp um kl 8 á staðartíma og mættur í morgunmat á hótelinu tæplega tuttugu og fimm mín. seinna. Eftir morgunmat lá leiðinn á aðalbrautarstöðina svo upp í 207 metra í sjónvarpsturninum. Eftir að ég hafði skoðað það litla útsýni sem bauðst labbaði ég í átt að Brandenborgarhliðinu. Á leiðinni kom ég við í Dómkirkjunni, safni lista og menningar og kaþólskri kirkju. Staldraði við skautasvellið þar sem ég fylgdist með fólkinu sem var á skautum og dettandi sí og æ. Á meðan ég var þarna byrjaði að snjóa og var komin töluverður snjór þegar ég labbaði í gegnum Brandenborgarhliðið. Hoppaði því upp í strætisvagn 100 og fór að dýragarðinum. Þar var komin en meiri hríð og því hætti ég við að labba meira úti og ákvað að fara bara í inniskoðunarferðir og labbaði um nokkur söfn þarna í grenndinni og í miðbænum. Hoppaði svo bara á Hótelið og byrjaði að skrifa fyrripart þessara löngu frásagnar. Svo um kl 22 lá leiðin í háttinn þar sem ég var að fara snemma í flug.
Allir þessir dagar sem ég hef dvalið í þýskalandi hafa verið alveg frábærir. Hef kynnst mörgu nýju og fullt af fólki. Átti ég alveg frábærar stundir hjá fjölskyldu Julinae þar sem ég fékk að taka þátt í jólahaldi þeirra. Vil ég en og aftur þakka fyrir mig og allt sem gert var fyrir mig og alla hjálpina við að skipuleggja ferðalagið. Fyrir mig var það ómetanlegt að fá að vera í, taka þátt, smakka og finna lyktina af öðrum jólasið sem er öðruvísi bæði í tíma og mat. Ef það er eitthvað sem fólk ætti að gera á lífstíðinni er það að kynnast sem flestum siðum og ekki festast í einhverju einu því það er svo margt sem bíður úti í hinum stóra heimi sem engin veit af en er þarna og bíður þess að vera uppgvötað. Ég er samt ekki að segja að maður eigi að taka sinn sið og selja hann fyrir einhvern annan heldur að prófa líka aðra siði, það er þess virði að mínu mati eftir þessi jól.
Næst liggur leið mín í kóngsins Köben þar sem ég mun vera ásamt Ívari og Ásgeiri fram yfir á nýja árið. Ætlum við að setja mark okkar á borgina með okkar lagi, kíkja í heimsókn til kerlingarinnar sem situr við krúnuna og sjá hvort okkur sé ekki boðið í nýársfagnað konungsfjölskyldunnar. Mun skila ýtarlegri skýrslu að ferð lokinni auk mynda sem ég hef tekið sem munu eflaust hlaupa á þúsundum, þannig það er eins gott að þið lesendur góðir farið og bakið og búið ykkur undir langa setu við skjáinn eftir áramót.
Gleðileg Jól með góðum Jóla-kveðjum,
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 12:27
Jólahlaðborð 2006
Kveðja,
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 02:19
Ég er en á lífi !!
Í raun er ekkert mikið að frétta eftir þetta haust, búinn að vera í skólanum (www.khi.is) að reyna að læra eitthvað sem ég hef gaman af. Hef reyndar séð gallann á því að vera í fjarnámi, maður kynnist aldrei neinum of mikið. Má reyndar segja að það sé kostur, þ.e. að þá er maður ekki að fjölga vinum sem maður hefur ekki tíma til að heimsækja. Ég á í þeim vanda að ég á fullt af góðum vinum sem ég geri afskaplega lítið af að heimsækja. Held stundum að ég kunni ekki að fara í heimsóknir nema ef ég hef einhver verkefni fyrir höndum. En hvað um það, ætla að fara að keyra mig í háttinn til að getað verið hress í fyrramálið.
Góðar stundir,
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2006 | 23:28
Fjallaferð með mennigalegu ívafi
Morgunin eftir var vaknað um 9 og áætlað að halda af stað kl rúmlega 10. Stóðst sú áætlun nokkuð vel og eftir rúmlega 11 var okkur ekki um sel. Lögðum af stað yfir heiðar, fjöll, ár og syndarflóð við fórum á Hópferðamiðstöðvar örk inn í Þórsmörk. Grillað var þar og labbað um, og saga staðarin í máli og myndum gerð okkur kunn. Svo þegar í allt í Básum var á enda, átti heim okkur að senda. Lagt var sömu leið til baka, en þar sem rútan vildi ekki yfir fljótin rata þurftir að leiða hana yfir ánna, en í henni í ég rak tánna og datt, þetta var ekki voða bratt, en á hausin é féll og fékk freka blautan skell. Blautur og hrakinn ég setist inn, þar sem mér var afhenntur gulu óupp blásinn kúturinn. Að mér var hlegið, en þið engum samt segið.
Eftir þessa frægðar för austur í Bása var mennigarnótt það sem um götur við ætluðum öll að rása. Eftir afslapandi dag og slæman fjárhag var haldið niður í bæ, þar við sáum marga og sögðum hæ. Fórum á tónleika og læti, og ótrúlegt við fundum bara nokkuð góð sæti. Fórum svo og sáum sprengjur, og flugeldalengjur. Líka mikið af fólki sem ráfaði til og frá, lista fólk og frægamenn einnig ég sá. En eftir góða kvöldstund, var nærst að fá sér góðan næturblund.
Daginn eftir var svo frá Reykjavík farið eftir góðar stundir, og við tók allvaran, vinnan og fundir. En eitt vil ég segja og alls ekki yfir því neinn okkar á að þegja. Þetta var gaman að vera svona öll saman. Gerum eitthvað svona aftur sem fyrst, því þá getum við sagt að engum við hofum því mist. Takk fyrir mig og þig og þig og þig......
Myndir
Holmes.
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2006 | 19:21
Austfirsk fegurð!
Í mínu tilfelli kýs ég það að nota þetta orð til að lýsa kvenþjóðinni á Neskaupstað. Þar dvaldi ég yfir verslunarmannahelgina og rakst á nokkur fögur fljóð sem voru bæði í leik og starfi. Þessi yfirlýsing mín um fögur fljóð kemur til vegna þess að einstök fegurð tveggja fljóða sem störfuðu sem sundlaugaverðir í sundlaug staðarins endurtók sig í sífellu í gegnum þau fljóð sem urðu á vegi mínum á öðrum stöðum í bænum, s.s. á skemmtunum og böllum. Þrátt fyrir að fegurð geisli af sumu fólki verður að líka að líta á það að hún er ekki bara það sem við sjáum, hún verður líka að búa innra með fólki til að það geti talist alveg ?einstaklega? fallegt fólk, en fyrir mig sem hef ljósmyndun að aðaláhugamáli er sýnileg fegur eitt það skemmtilegasta sem ég tek myndir af. Því get ég sagt að koma mín með myndavélina þarna austur hafi gert mér ljóst að austfirska fegurðin leynist ekki bara í fjöllunum, fjörðunum eða víðáttu austfjarða, heldur bætast austfirsk fljóð þar við ofarlega á lista. sjáið bara sjálf !
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2006 | 13:00
Amma Lauga F:28.9.1930 D:8.6.2006
Nú ertu farin til langömmu, langafa og allra hundanna, kattanna, fuglanna og hinna dýranna sem voru í kring um þig. Söknuðurinn er mikill og upp í hugann koma allar þær stundir sem við áttum saman. Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast upp hjá þér ásamt öllu því fólki sem var þér námkomið og kært. Þótt að ég hefði vitað með góðum fyrirvara að lífsþrótturinn væri á þrotum, þá kemur dauðinn alltaf jafn mikið á óvart. Þú varst undirstaða lífs míns, minna lífsviðhorfa og gilda sem mér hafa gagnast vel á lífsleiðinni.
Allt þitt líf, meðan krafta naut við, beindist öll þín orka að umhyggju og kærleika gagvart öðrum og gilti þá einu hvort um væri að ræða þína nánustu ástvini, vini eða kunningja og öll dýrin sem þú tókst upp á þína arma. Þú sást til þess að ég færi með allt með mér í skólann á morgnana og tókst á móti mér síðdegis með ristuðu brauði og kakómalti. Fuglarnir gleymdust ekki þegar harnaði á dalnum og hundarnir lifðu kóngalífi, því allir voru jafn réttháir gagnvart þér. Hvort svo sem það var nótt eða dagur var alltaf hægt að leita til þín með öll mín mál, sérstaklega áhyggjur eða vandamál, sem þú gast talað mann í gegnum og gert gott úr. Þó svo að maður gerði prakkarastrik og væri óþekkur þá hækkaðir þú aldrei róminn eða refsaðir mér heldur komst mér í skilning um muninn á réttu og röngu, góðu og vondu með þinni rólegu og yfirveguðu röddu. Þú innrættir hjá mér jákvæðni og góðvild í garð náungans, en sjálf hafðir þú náungarkærleika að leiðarljósi og gerðir aldrei neitt á hlut nokkurs manns.
Sú minning sem ég ilja mér við og koma alltaf upp í huga minn þegar ég hugsa til þín er þegar ég var lítill og var að fara að sofa. Þú sast inni hjá mér að laga föt, sagðir mér sögur og söngst lög eins og Guttavísur og Jesú bróðir besti, kenndir mér kvöldbænir og hafðir allann heimsins tíma fyrir mig og mínar hugrenningar. Eftir að ég varð eldri og þroskaðri og fór að kynnast lífinu, þá finn ég betur og betur hve veganestið frá þér dugir mér vel. Ég er minnisvarði um hugsanir þínar, umhyggju og þann mikla kærleika sem þú gafst mér þegar ég þurfti á að halda. Getur maður óskað sér einhvað betra til að fara með út í lífið.
Elsku amma ég fæ þér aldrei fullþakkað fyrir það sem þú gafst mér en vonadi get ég staðið undir því og gert þig stolta af mér.
Þökk fyrir allt og allt.
Þinn Jón Þorsteinn (Nonni þinn)
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2006 | 20:54
Til Ömmu Laugu
Þakka þér fyrir!
Nonni
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2006 | 20:16
Þið um mig til mín
Holmes
1. Hver ert þú? 2. Erum við vinir? 3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?4. Ertu hrifin/nn af mér?5. Langar þig að kyssa mig? 6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það. 7. Lýstu mér í einu orði.8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst? 9. Lýst þér ennþá þannig á mig?10. Hvað minnir þig á mig? 11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera? 12. Hversu vel þekkiru mig? 13. Hvenær sástu mig síðast?14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2006 | 11:14
Endirinn markar upphaf á nýjum tímum!
Það herrans ár 1996 innritaði ég mig í nokkra skóla um sumarið og valdi svo að fara í tölvunám við Iðnskólan í Reykjavík. Eftir eina önn þar lá hugur minn til sjós og munstraði ég mig því á v/s Óðninn 17.2.1997 þar sem ég starfaði svo með hléum til haustsins 1998, en þá hóf ég nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Um veturinn koms ég svo að því að ég væri litblindur þannig að ég ákvað að segja skilið við þann draum að verða stýrimaður og fór að vinna aftur. Fékk vinnu á R4 pósthúsinu sem ég starfaði með lífsglöðum konum allt til vormánaðar en þá hóf ég störf hjá ÁTVR sem vaktmaður og pulsugerðamaður hjá frænku minni. Árin liðu eitt af öðru og ég reyndi að sækja kvöldskóla í FB sem gekk svona og svona. Ákvað svo að skrá mið í tölvufræðinám hkjá Tölvu og Verkfræðiþjónustunni haustið 2000 og var í því frá sept 2000 til febrúar 2001 þegar ég útskrifaðist frá þeim. Starfaði ég sem öryggisvörður hjá ÁTVR á meða ég var í námi og hafði einstaklega gaman af næturvöktum sem ég var á. Árið 2001 um sumarið fór ég svo með Önnu systir í sumarbúðir á Löngumýri í Skagafirði þar sem ég kyntist mörgu góðu fólki. Sumarið eftir fékk ég svo vinnu við sömu sumarbúðir og starfaði þar yfir sumarið. Í ágúst sama ár hringdi Karl í mig og spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að koma norður og starfa fyrir sig við starfsbraut FNV. Eftir mjög stuttan umhugsunarfrest var ég mættu norður í Skagafjörð með slatta af dótið bæð til starfa og náms í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Á þeim tíma sem ég hef dvalið hérna í Skagafirði hef ég öðlast meiri þekkingu, þekkingu sem ekki endilega er kennd í FNV. Ég hef kynnst ótal mörgu fólki af misjönum toga, allir sem hafa reynst mér mjög vel og veitt mér margvíslegan stuðnig í gegnum veðurafbrigði skólalífsins.
Það sem hófst fyrir um 10 árum með innritun í framhaldskóla líkur hér með brautskráningu frá FNV (Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra) og nýjir tímar taka við. Hvað svo sem þeir hafa fram að bjóða veit ég ekki, en það sem kemur kemur og ég get alltaf leitað til baka í forðabúr þekkingarinnar frá FNV-áranna og öllu því sem ég hef lært og numið í og fyrir utan skóla.
Holmes brautskráður.
(MYNDIR /Photos)
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)