23.4.2006 | 00:34
Hvað ef........
Og hvað myndi vera ef þig færi svo að dreyma er þú svæfir?
Og hvað myndi vera ef að í draumnum myndir þú svífa til skýja og þar myndir þú finna sjaldgæft og undur fallegt blóm.
Og hvað myndi vera að er þú vaknaðir að þá héldir þú á þessu blómi í hendi þér?
Hvað þá?
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2006 | 12:27
Krossgötur
Býst ég við að þetta eigi við um ákvarðanir okkar, þar sem við stöndum frammi fyrir því að þurfa að velja um nokkra hluti sem allir eru jafn góðir. En hvað skal gera? Hvað skal velja? Nú þegar stórt er spurt verður oft lítið um svör, en ef við gerum það sem okkur finnst hverju sinni þá ætti þetta val ekki að geta hrjáð okkur í framtíðinni heldur verðum við að gera það upp við sjálf okkur hvort þetta var rétt eða rangt. Rétt, þá að nýta það áfram til góðra verka. Rangt, þá að læra af því hverju sinni og nota þann lærdóm sem verkfæri inn í framtíðina til að geta leiðrétt rangt yfir í rétt.
Ef val okkar hrjáir okkur verðum við að taka á því og reyna að átta okkur á hvað við viljum, en ekki hugsa það þannig að reyna að gera öllum til hæfis með því að hunsa það sem hjartað segir hverju sinni. Því ef við hunsum okkur sjálf er lítið hægt að gera í málunum því að einhver annar getur aldrei ákveðið hvað við sjálf eigum að gera. Við eigum að vera trú okkur sjálfum og læra að gera það sem okkur langar til að gera og velja rétt í hvert sinn sem við stöndum á krossgötum.
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2006 | 20:46
Íslandsmót í BOCCIA
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2006 | 20:28
Hlustum á þögnina !
Þögnin er oftast
það besta sem maður veit um í hávaðasamfélagi nútímans. Hvert sem þú ferð er
alltaf eitthvað eyrnaáreiti, malið í fólkinu á götunni, útvarpið, fuglarnir,
heimur víðfermisins og við sjálf. Flest af þessu er áreiti sem við segjum
skemma hina algjöru þögn. Okkur finnist
gott að komast úr erli dagsins í þögn heimilisins þar sem við erum örugg
gagnvar utanaðkomandi áreiti hávaðans en þó sjáum við okkur stundum fært á að
kveikja á tveim þrem útvörpum í húsinu, einu sjónvarpi og kannski er ryksugan
líka í gangi, síminn hringjandi og kalla það hina dýrmætu þögn
heimilisins. Þessar tvær myndir af þögninni,
annarsvegar sú sem veitir algjörri þögn og hin sem gefur okkur snertu að
veröldinni í gegnum nútímatækni, eru veraldleg áreiti sem stjórnast af umhverfi
okkar hverju sinni.
Annað einkenni af
okkar dýrmætu þögn er sú sem snertir okkur meira en í gegnum eyrun. Sú sem gengur með okkur í ósögðum orðum. Orðum sem við erum hrædd við eða viljum ekki
segja af einhverjum ástæðum. Þessi þögn kemur af mörgum ástæðum sem allar eru
ólíkar. Hjá sumum er hún sú að þeir eru
hræddir við að orð skemmi meira en ósagt orð, hjá öðrum er það reisnin um að
halda ímyndinni. Ef ósögð orð eru það sem halda aftur af þeim ósögðu er
spurningin hvort orðin ósögðu rista ekki dýpra en þau sem sögð eru og hvort
reisnin verði ekki meiri fyrir vikið ef við þorum og viljum segja hvernig okkur
líður, hvað við þráum og vonum.
Þannig að við
sjáum það að sú dýrmæta þögn sem við þráum stundum getur verið orsökin af mörgu
andlegu meini innra með okkur líka. Spurningin er hvora þögnina viljum við og
getum við nýtt hana til að takast á við hugskot ímyndunarinnar. Til þess að
átta okkur á okkur sjálfum hvað við viljum gera í þögninni er undir okkur
sjálfum komið. Setjumst því niður með sjálfum okkur og hlustum saman á þögnina
og lærum af henni. Hún segir meira en mörg orð.
Holmes.
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2006 | 19:56
Holmes lofar öllu fögru
Jæja, held að það
sé komin tími til að segja eitthvað meira en mara ekki neitt hér á þessum vef,
hef ætlað mér að setjast niður og segja ykkur frá því sem mer liggur á
hjarta. Hef samt sem áður aldrei haft
orku í að koma mér að neinu sérstöku efni þegar á hólminn er komið. Þannig að ætli ég fari bara ekki nú og taki
vopn úr slíðrum og setjist aftar en aldrei og vonandi oftar og kasti staf á
vef, ykkur til gagns og gamans.
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2006 | 10:16
Handbolti
Þetta allt er víst ekki einsdæmi og er lýsandi fyrir flest það sem við íslendingar tökum okkur fyrir hendur. Að vinna verkin í topp og missa svo allt niður og vera meðalmenn og kenna öðrum um það að við séum ekki bestir.
Það sem ég sá í gær voru leikmenn sem hættu að vinna saman á tímapunkti og fóru að verða sólóistar sem köstuðu bolta á milli sín því þeir voru neyddir til þess. Á meðan þeir urðum sólóistar á velli frægðarinnar til að upphefja sjálfið tóku frændur okkar við sér og unnu leik sem að skipti þá engu máli með framhaldið, eins og íþróttafréttamaðurinn orðaði það svo skemmtilega í lýsingu sinni á leiknum. Því spyr ég mig og þá sem hafa áhuga á handbolta, hversvegna unnu Norðmenn og hví töpuðum við?
Sherlock.
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2006 | 09:05
Jaðarbyggðin um Jaðarbyggðina
Eftir a hafa komi okkur fyrir og náð áttum í að skilja ekki nægilega mikið í því sem var verið að segja hófst ráðstefnan á mat og drykk. Því nærst var farið í kynningar á því sem gera skildi, samhristing og fyrirlestrar. Dagurinn endaði á leiksýningu og en meiri samhristingi hjá okkur íslendingunum sem kyrjuðu söng langt fram eftir kvöldi og drógum við alla hina inn með okkur. Samþjóðafólk okkar Ebba hér eru þau Jón Ómar, Þráinn Haralds frá KFUM & K, Elsa Guðný og María Aldís frá UMFÍ, Greipur og Gylfi frá Stúdentaráði HA og Inga og Bergdís frá Skátunum. Myndavélin hefur verið á lofti og set ég inn myndir eftir að hafa bætt aðeins á kubbinn í dag.
Hei fra Norge, Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2006 | 20:35
Keflavík >>> Osló
Holmes kveður að sinni og heldur inn í norska draumheima -Heia fra Norge- !!!
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2006 | 00:00
Mamma helmingi eldri en ég !
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2006 | 00:01
Upphafið
Það fyrsta sem skekur þetta herrans ár 2006 er seinni háleikurinn hennar mömmu sem slær í 50 árin þann 6 jan. Það nærst er fermingin hennar litlu-systir sem verður einhvertímann í kring um Páskanna, en þar er hún að staðfesta það að hún sé tilbúin að takast á við það að verða fullorðin kristin einstaklingur og skilja við barnið í sér. Svo að lokum þá er það endalok mín sem námsmaður í FNV, því ef ég stend mig og held mér við efnið þá mun ég útskrifast sem stúdent frá FNV í lok maí, nokkurn vegin á 26 aldursárinu mínu. Þannig að þið sjáið að það er og verður margt á árinu sem hófst sekúndu seinna en vanalega
Um jólin og áramót er það að segjaað þau léku bara vel um mig og voru nokkur kíló sett í forðabúrið sem ætti að vera horfið svo um páska aftur. Fjölskyldan var í fyrirrúmi þessi jól og sótti ég marga heim sem ég hef vanrækt til nokkurra ára. Það að hitta fólk sem er manni nærst gefur manni keim af þessari fjölskyldustemmingu sem er nú ekki á hverju strái. Rétt fyrir gamlársdag brá ég mér aftur hingað norður í sveitasæluna og var hér við skemmtanahald og áramótagleði fram á nýja árið ásamt Ívari bróður, sem samglaðst mér í þessu öllu saman. Svo þegar allt þetta var liðið tók veruleikin og flensan við sem hefur verið að hrjá mig undanfarið.
En ég óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka allt og allt á því liðna.
Jóla og áramótamyndir á myndasíðunum
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)