Jólakveðjur

Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og jólafrið um hátíðarnar. Vona að allir þeir sem hér ?droppa? inn eigi frábær jól.


Jólahlaðborð

Var að koma heim til Ívars eftir vel heppnað jólahlaðborð. Var boðið af fóstur Ömmu minni og afa, Ellen og Andrési sem eru foreldrar Jens. Auk mín voru þarna mamma og stjúpi minn (Jens), systir mín (Grænumýris-fjölskyldan) Grímur, Mæa, Fiddi og Rósa (Miðtúnsfjölskyldan). auðvita Ívar og svo Ellen og Andrés. Mættum við Ívar á Loftleiði um kl 19:00 o hófst þá þetta magnaða jólahlaðborð. Borðuðum við til að ganga 21:30 ýmsan dýrindis mat, allt frá síld upp i lamasteikur og margar tegundir eftirrétta. En svo þegar flestir voru farnir sátum við Ívar, Ellen og Andrés eftir og ætluðum að hinkra eftir reikningnum. Eftir rúmar 45 mín bið og mörg köll í þjónana kom svo loksins þjónninn eftir að ég hafði brugðið mér yfir til yfirþjónsins og spurt hvort það væri stefna staðarins að láta gesti sína daga uppi. Kom þá þjónninn til okkar og mætti með reikninginn en er hann hafði komið með kvittunina hvarf hann aftur og við biðum í rúmar 5 mín eftir að hann birtist aftur með réttan reikning. Fannst þetta gera þetta frábær jólahlaðborð sem full var að frábærum mat að pirrandi bið eftir þeim hlut sem á bara að vera á hreinu þegar fólk er að setja sig út á að selja svona hluti. Vona bara að þeir bæti þetta þarna á Loftleiðum svo maður geti farið sáttur frá svona góðum mat. Svo eru nokkrar myndir sem þið smelli HÉR

Flóttamannasaga

Jæja þá er maður komin aftur inn í hinn óraunverulega heim eftir hrakningar helgarinnar sem flóttamaðurinn Abu Ali Jama af Isaq ætt.

Þetta hófst allt saman með því að ég skráði mig í leikinn á flótta sem er hlutverkaleikur Rauða krossins og var haldin í Kjósinni. Þar mætti ég svo á laugadaginn kl 12:30 þar sem ég fékk nýtt nafn, nýja fjölskyldu og nýtt líf. Ég var orðinn Abu Ali Jama af ætt Isaqs frá Sómalíu. Þaðan sem ég og 9 aðrir fjölskyldumeðlimir vildu komast í burtu frá. Í upphafi leiksins var allt tekið af mér og minni fjölskyldu og það eins sem við fengum að hafa var vegabréf og fötin utan á okkur. Eftir þá niðurlægingu sem í því fólst að ná af okkur okkar persónulegu eigum var farið í skrifræðið. Þar var farið á milli skrifstofa og reynt að ná í á hverri skrifstofu 12x9 eyðublöð til að fá landgönguleyfi í öðru landi og reynt að fylla þau út en án árangurs. Svo þegar var búið að stela af okkur vegabréfunum, hella kaffi yfir eyðublöðin, láta okkur gera armbeygjur, leita á okkur, selja okkur brotna blýanta og fölsuð vegabréf var ráðist á stöðina og við send á flótta inn í óvissuna. En í óvissunni lá sú lausn að komast í flóttamannabúðir alþjóðlega Rauða krossins í Jemen. Eftir 6 km labb, samningi um mat við leiðsögumanninn, viðkomu á stað þar sem óprúttnir náungar sem sögðust vera landamæraverði réðust á okkur og kveiktu í vegabréfunum okkar og stálu af okkur og en meira labb komum við í flóttamannabúðirnar ?No Hope? í Jemen. Þar var tekið vel á móti okkur, þó matráðskonan hafi verið frekar ?kranky? og að mínu mati ekki í anda þess Rauða kross sem ég þekki, var þetta hinn fínasti staður til að vera á. En eftir að hafa verið þarna í einhvern tíma fengum við tvo poka af hrísgrjónum að borða, sem skiptust á milli 9 einstaklinga Ali Jama fjölskyldunnar, eftir að hafa dottið inn í veruleika samtímamanna í 5 mín, og látið ráðast á flóttamannabúðirnar yfirgáfum við sem eftir vorum í Ali Jama fjölskyldunni rjúkandi rústir þeirra og fórum með leiðsögumanni í átt að nýrri framtíð. Eftir dágott labb í gegnum Jemen, Egyptaland, Slóveníu, Ungverjaland, Pólland, Þýskaland og Danmörk ávalt í þeim ótta að verða uppgötuð af hermönum, og lögreglu komumst við til Íslands þar sem gömul sveitahjón á bænum Útnára tóku á móti okkur og leyfðu okkur að gista í hrörlegu húsakynnum sínum. Svöng og þreytt lögðumst við í Ali Jama fjölskyldunni til hvílu í þessum hrörlega húsakosti hjónanna á Útnára í -3°C frosti. Eftir að hafa reynt að ná svefni á gólfi bæjarins gafst ég upp og reyndi að ná í mig smá hita. Fann svo loks ofn í herberginu sem við dvöldum í, reyndar búið að aftengja hann, en hann kom að notum sem sæti þar sem ég gat setið uppréttur og hallað mér smávegis utan í vegginn. Skömmu eftir að ég hafði náð að festa blund í ?frystihúsinu? kom íslenska lögreglan og handtók okkur þarna á bænum Útnára og færði okkur til Reykjanesbæjar til yfirheyrslna. Eftir að hafa fengið að sofa örlítið vorum við vakin í yfirheyrslur af útlendingaeftirlitinu íslenska, þó svo að hafa aldrei fengið a vita það að við værum hjá útlendingaeftirlitinu. En þetta sama var viðhaft nokkrum sinnum yfir nóttina þó svo að mín fjölskylda þurftir einungis að þola þessar yfirheyrslur tvisvar. Svo í birtingu næsta morgun vorum við vakin og tjáð að sökum þess að mín fjölskylda hefði ekki leitað hælis hér á Íslandi værum við á leið héðan með fyrsta flugi. Vonaðist ég þá loks að geta komist til Svíþjóðar, eins og upprunnaleg plön sögðu til um og lauk þar með leiknum. (sjá kort hér að neðan um leiðina)



Um þessa upplifun verð ég að segja að ég myndi gjarnan vilja fá að sjá og upplifa þetta aftur á einhvern hátt. Hef sjaldan eða aldrei fengið að komast í tæri við leik sem lýsir aðstæðum svona vel og gefur manni mynd af einhverju sem maður sér bara í sjónvarpi og í blöðum. Mæli með að fólk kynni sér þetta á síðunni www.redcross.is og komi svo í þennan leik þegar hann verður haldin nærst. Mæli eindregið með honum.

Ich weiβ !!

Jæja, tími til að láta af sér heyra. Reynda ekkert neitt gerst undanfarið bara þetta vanalega. Skóli, vinna, læra og Rauði krossinn. Búið að vera svona í þessari röð upp á síðkastið.
Þó hefur skólinn verið mitt aðal þessa dagana í skýrslugerð og lærdómi. Það er stundum eins og kennararnir finni einhverja fróun í því að leggja fæði á nemendur síðustu vikuna með endalausum verkefnum og skýrslum. En hvað um það ég sé fram úr þessu öllu eftir helgina þegar önninni líkur og prófin byrja. Er svona nokkuð undirbúin undir þau en kvíði samt mest fyrir þýsku og sál103. Fyrir sál103 er ég ekki viss hvað ég eigi að gera því kennarinn hefur verið frekar fátæk í framreiðslu námsefnisins þessa önnina. En vona bar að hún nái að taka sér tak fyrir næstu önn
En hef þetta hekki meira að sinni er farin að klára eina skýrslu fyrir háttinn, auf wiedersehen !!!!!
Afmælisveisla URKÍ

Veiðiferð

Fátt er það sem er jafn spennandi og að finna hug sinn leita í framandi náttúru þegar maður að undirbúa sig undir átök helgarinnar við öfl sem gefa manni ekkert eftir. Fátt er það sem er jafn skemmtilegt og að sjá daginn rísa sem maður mun leggja af stað inn í óvissu náttúruaflanna með það að markmiði að uppgötva eðlið í sér sem legið hefur í dvala frá því síðast. Fátt er það sem er jafn gefandi eins og að aka inn í umhverfi þar sem átökin munu hefjast snemma næsta morguns og slæða næturinnar hylur og finna ímyndunaraflið kortleggja staðin í myrkrinu og labba af stað á undan manni. Fátt er það sem er jafn alslappandi eins og það að finna sjálfan sig umvafin náttúrunni og finna ferskt fjallaloftið leika um mann og hvetja mann til þess að halda áfram í leit að óvissunni. Fátt er það sem er jafn orkugefandi eins og það að ?halda? og vera ekki viss um hvað bíði manns í næsta kjarri, upp á næstu hæð, bak við næsta hól, fyrir neðan brekkuna eða hinumegin við ánna. Fátt er það sem veitir manni jafn mikla einbeitingu og ákafa að í ná árangri eins og það að sjá takmarkið í fjarska og fikra sig nær því með nærgætni og nákvæmni. Fátt er það sem tengir mann jafn mikið náttúrunni eins og þær sekúndur sem líða frá því að bráðinni er gefin sá möguleiki að komast undan og þangað til að maður hleypir af og bráðin fellur. Fátt er það sem veitir manni jafn mikla vellíðan eins og það að sjá bráðina falla til jarðar og finna adrenalínið streyma um líkaman til að jafna út það spennufall sem myndaðist í hasarnum. Fátt er það sem gefur manni jafn mikla ró og innri frið eins og það sem á eftir kemur í þögn náttúrurnar í virðingu fallina. Og fátt jafnast svo á við að koma heim að loknum góðum degi sem gaf manni gott veður, náttúr sem umvafði mann umhverfi sínu, tækifæri, þekkingu, vellíðan,bráð, og góða sögu fyrir þig til að heyra. (myndir)

Laugadagsferð á Sigló

Þessa helgi lágu allar leiðir til Siglufjarðar þar sem haldi var Boccia mót. Fór ég með íþróttafélaginu Grósku sem er hér á Sauðárkróki ásamt heimilismönnum á Egilsá þar sem ég hef dvalið síðastliðna daga.Var lagt í hann eld snemma þann á laugardeginum og komið á Siglufjörð um kl 10:30. Svo var leikið Boccia fram eftir degi og gekk fólki nokkuð vel.Um kvöldið var svo farið á lokahóf þar sem dýrindis veitingar voru framreiddar og svo dansað við dillandi tónlist fram til miðnættis.Þá var haldið heim á ný í Skagafjörð í fljúgandi hálku.Auðvita var myndavélin með, auk þess sem mér áskotnaðist nokkrar myndir frá samferðalangi mínum henni Salmínu.

Snjór og ófærð

Hér fyrir norðan allt og ekkert hefur verið ómunatíð í veður-áttum. Hér hafa veðurguðirnir skipt skyni og skúrum og kastað byljunum austur og vestur eftir þörfum. Hefur þessi veðrátta kostað margar suðurferðir hjá ýmsum manninum og hér á bæ eitt stilki rjúpnaveði túr vestur á firði. Var ég búin að plana að fá að skutla einum félaga mínum heim til sín og fá í staðinn að fara á stúfana eftir hinni fornu bráð rjúpunni. En sökum óláta í veðurkortum síðastliðnar helgi varð ég að fresta öllum slíkum plönum og dvelja heima við. Svo þegar á hólminn var komið var ekkert af þessum ólátum fyrr en í gær þegar veðurguðirnir ákváðu að halda aftur af nemendum sem hugðust sækja skólann hér í firðinum. En þegar ég lagði upp í skólann áðan sá ég og fann það að veðurguðirnir höfðu séð að sér og kasta nú yfir okkur smá hlýindum út vikuna sem kannski heggur eitthvað á þann snjó sem safnast hefur hér fyrir síðastliðna viku. En að loku vona ég að þetta árið verði vetur vetur og sumar sumar.

Mennigarveisla í FNV

Í kvöld var framsett vegleg sýning á hinu margvíslega listaformi hérna í Skagafirði. Brá ég mér auðvita á þennan menningarviðburð sem er í raun orðin ómissandi þáttur í hugum þeirra sem almennt eru listhneigðir af einhverju leiti. Á boðstólnum var Drag-sýning, tónlistaratriði, dansatriði og síðan en ekki síst "Body paint" sýning. Af þessu sinni fannst mér menningaviðburðurinn í ár stæði upp úr af frumleika og sköpunargleði. Naut ég þess að vera í góðum félagskap sem og að fá að njóta þess að sitja og fá eyrna og augna-konfekt framreitt að mikilfenglegri skemmtanagleði sem einkennir Skagfirskar skemmtanir hverju sinni. Auðvita var myndavélin meðferðis og fylgja hér nokkrar myndir þessu til frekari glöggvunar. (sjá myndaalbúm)

Afmælisförin !!

Boðið var til samkuntu hér á síðkveldi nú í upphafi vetrar. Var þessi samkunta í hinum forna stað Barnum og hafði safnast fólk þar víða af. Til þessarar samkuntu buðu fólk gott og aðkomumenn sem búa hér í austri og vestri. Og voru þau sótt heim af miklum mönnum og góðum. Má þar nefna hið víðfræga heimavistarfólk sem fjölmennti auk annarra góðra manna úr sveit Skagafjarðar og víðar. Hafði ég meðferðis myndvél mína og festi minningu um þessa samkuntu á nokkrar myndir. Vona ég að þér hafið gaman af. Sjá myndir !!

Hvað ef....???

Verið að velta fyrir mér þessari spurningu upp á síðkastið, "hvað ef"...? Þetta kemur jú fyrir hvern og einn að velta þessu fyrir sér en "hvað ef" við gerðum það ekki? Og "hvað ef"það væri aldrei "hvað ef", heldur bara það sem við vissum og vissum ekki? Væri þá eitthvað varið í lífið yfir höfuð ef við hefðum ekki þessa óvissu um eitthvað sem gæti hafa gerst eða gæti ekki hafa gerst o.s.frv. Væri líf okkar eitthvað spennandi ef við vissum allt sem væri og væri ekki. Veit ekki? Ef við veltu þessu aðeins fyrir okkur í smá stund og pælum í einhverjum litlum atburðum sem leiddu kannski af sér eitthvað meira sem gerir það að verkum að við stöndum í þeim sporum sem við erum í dag. T.d. ég sæti ekki hér á Krók að skrifa þetta hefði ég ekki komið í mat til mömmu og boðist þá til að fara með litlu systir mína í sumarbúðir í Skagafirði árið 2001, en "hvað ef" ég hefði ekki komið í mat......? Þetta er stór spurning eða hvað....?
Já eða ekki ef við erum alltaf að velta okkur upp úr því sem gerðist ekki, komumst við ekkert áfarm í því sem gerðist og mótaði okkur í þau spor sem við stöndum í. S.s við erum alltaf að hjakka í sama farinu og reyna að gera eitthvað sem við kannski misstum af. Ef ég væri nú alltaf að velta fyrir mér t.d. "hvað hefði nú orðið ef ég hefði ákveðið að fara á Bæjarins bestu þetta umrædda kvöld, og svo heim...hefði ég þá setið hér á Krók núna", kæmist ég eflaust ekkert áfram í því sem ég þyrfti að gera hér....heldu sæti fastur í fortíðinni og þeirri framtíð sem aldrei kom. Þannig að maður á bara að lífa í nútíðinni og hafa fortíðina að baki sér til stuðnings við það sem maður gerir til að komast til framtíðarinnar.
Þannig að ég mæli eindregið með því að allir skelli sér í mat til mömmu sinnar og sjá hvað bíður ykkar eftir það. Þið gætuð, fyrir utan það að fá góðan mat, lent í ævintýrum sem leiða ykkur á vit einhvers sem þið vitið ekki hvað er nú, en munið spyrja ykkur um í framtíðinni, hvað ef......?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband