13.10.2007 | 00:00
The end !
Í kvöld horfði ég á 4 bíómyndir á tveim stöðvum. Ótrúlegt afrek sem ég lærði af honum föður mínum þegar hann var með fjölvarpið þegar það kom fyrst til sögunnar. Fyrsta myndin sem ég nefni til sögunar heitir Everything Is Illuminated og fjallar um strák sem safnaði hlutum frá fjölskyldu sinni í poka. Hann ferðaðist til Úkraínu þar sem hann hitti tvo menn sem aðstoðuð hann við leit af sandi. Í upphafi myndarinnar deyr amma hans og í lokinn deyr afinn sem var annar af þessum tveim mönnum. Frekar sorglegt.
Myndin sem lá á stöð 3 á fjarstýringunni minni á sama tíma og sú fyrsta var úr þáttaröðinni Midsomer Murders. Ég datt inn þegar útigangsmaður átti í útistöðum við ungdóminn og einn af þeim sem voru að pirra karlinn skaut lítinn ref með haglabyssu. Þar var áhugi minn á fjandsamlegum refsingum til þeirra sem skjóta saklaus dýr mættur og því varla hægt að missa af þessari mynd. Myndin gekk út á að leysa gamla og nýja morðgátu sem endaðu auðvita á þann hátt sem flestir sem lesa sakamálasögur búast við í lok myndar. Rétt í endann, rétt áður kredit listinn datt upp, var sýnt þar sem gamlimaðurinn lagðist útaf og refir og ugla settust hjá honum þar sem hann var nú loks sáttur við guð og menn.
Næstu tvær myndir komu voru What dreams may come og End of days. Sú fyrri fjallaði um mjög ástfangin fjölskyldufaðir sem misst hefur börnin sín. Svo verður hann fyrir því óláni að látast í umferðaslysi nokkrum árum síðar. Hann færist yfir í annan heim og lærir á hann. Svo fremur konan hans sem syrgir hann mjög sjálfsmorð. Auðvita fer hann og sameinar alla fjölskylduna handan vatna og er þetta mjög falleg mynd um ástina og hvað hún getur sigrast á. Seinni myndin End of days var sú sem ég endaði á áður en ég settist niður við tölvuna. Fjallaði hún á sinn klassíska hátt um endurfæðingu Satans og langt kynlífsbindindi hans og löngun hans í að sænga hjá konu. Í myndinni sjálfri létust fjöldin allur af saklausum aukaleikurum og í lokin varð auðvita einhver að fórna sér fyrir kærleika heimsins til mannsins.
Eins og sjá má á þessari upptalningu er megin umfjöllunarefni allra myndanna endalok og upphaf af einhverju nýju. Ákaflega sorglegar myndir margar hverjar og alveg klútanna virði, kannski ekki End of days, en hún sparaði mér alveg rúlluna. Svo til að segja álit mitt á myndunum þá er tilvalið að gefa þeim einkunn fyrir frammistöðu. Meðaltal kvöldsin er 3 stjörnur af 5 þar sem End of days dregur allar hinar frekar mikið niður. En ætla að skella mér í meira sjónvarpsgláp og horfa á daginn á morgun.
Holmes.
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 12:00
Ríkisútvarpið - sjónvarp
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2007 | 18:02
Endurtekið efni...
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2007 | 20:30
Gúrkutíð
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 12:24
I-kynslóðin að vaxa úr grasi
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007 | 16:35
Sumarið var tíminn
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2007 | 10:11
Meira af stóra tannkrems-málinu
Þær sögur sem fram fara hérna á eftir eru stórlega óýktar og sannar og nöfnum hefur ekkert verið breytt til að leggja þá í hættu sem koma við sögu.
Fólk hefur haldið því fram að höfundur sé stórlega ýktur og haldin einhverskonar bilun. Eflaust má skýra það og tengja það við að hafa fengið vænan skammt af Colgate. Þó svo að ýmis óörvandi og bráðdrepandi efni sem finnast í Colgate leiði það af sér að bráðfrísk andremma gefi upp öndina við fyrsta burst, gefur efnið ómótstæðilega og hreina söngremmu eftir vaskið.
Af þessu tilefni fannst mér, sökum góðs árangurs í að afla mér efnisins hérna um daginn, að ég þyrfti endilega að munda hljómkassann minn. Brá mér því inn í geymslu þar sem ég nú rek ágætis gestaherbergi með ofanflóahættu og geymi minn víðförla hljómkassa. Reif utan af honum slíðrið og sló strengina af stakri snilld. Hljómarnir sem þá komu út minntu helst á söng Baktus bræðra á slæmum degi. Sótti því hljómkassa-slíðrið þar sem ég taldi að þar gæti ég fundið betri hljóma, en þar leyndist túpa ef hinu magnaða og andremmudrepandi efni Colgate.
Þar að leiðandi get ég prísað mig sælan yfir, eftir að hafa fundið túpuna, að eiga það ekki á hættu næstu mánuði að vanta tannkrem. Af söngnum er það annars að frétta að ég brá mér á knæpu bæjarins í gærkvöldi og ætlaði að hlíða á ,-Ég-Dúkkuna- (I-dolið) Ínu og hljómsveit, eftir ófarir mínar með sönginn. Eftir fyrstu lögin verð ég því miður að segja að Billboard listinn myndi eflaust troða mér í síðustu sætin sín frekar en ,-Ég-dúkkunni- og hljómsveit.
Smá af söng
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 01:14
Mig vantar tannkrem
Þegar maður býr einn þá segir manni engin þegar tannkermið er búið. Þá vaknar maður við það einn morguninn að þó að maður kreisti og snýr þá er það eina sem maður fær er fullt af ekki neinu. Eftir þetta gáir maður af því hvort maður hafi slysast til að geyma ferðatannkremið en í töskunni. Þegar sú von deyr út og ljóst er að íslenska bergvatnið sé það eina sem til er til að skola burt andfýluna vonar maður að fáir verði á vegi manns þennan daginn.
Svo líður dagurinn og andfýlan aðstoðar innflutta verkamenn Tannpínu ehf Karíus og Baktus við að vinna náttúruspjöll með hjálp rotnandi matarleyfum á náttúruperlum munnholdsins. Svo þegar umhverfisáhrifin eru orðin það slæm að bragðið á maltinu sem vanalegast er guðdómlegt er farið að minna á skólp er ákvörðun tekin um að stöðva framkvæmdir með kaup á tannkremi.
N1 er sjoppa hinumegin í bæjarfélagin sem selur tannkremstúpur, hefði farið á Bláfell / Shell-ið en þar sem lagerinn er farin að hverfa er N1 málið. Byrja á því að æða inn um rennihurðirnar sem aðskilja úti frá inni, stefni á innstu hilluna inni í vestur horni sjoppurnar tek mér þar eina túpu af Colgate tannkremi. Eftir þessi reyfara kaup er haldið aftur heim á leið og notið þess að feta í fótspor Ómars Ragnarssonar og framkvæmdir Tannpínu ehf. stöðvaðar.
Ekki nóg með að hafa fengið hreinar tennur, þá fékk ég ágæts göngutúr og fann hérna ágætis eldir auglýsingu um efnið. Mæli með þessu efni, það virkar.
Auglýsingin ! Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 19:06
Sauðárkróksbakarí selur Kleinur fyrir fundi
Eftir að hafa komið sér inn í raunveruleikan og tekist á við 14°C mismun á hita niður á við er ég hér loks mættur. Öll verkefnin sem voru lögð til hliðar biðu mín þegar ég koma heim, rykið var en á gólfinu, búið að bæta við uppvaskið og skuldirnar að farnar að banka upp á.
Fyrsta verkefni sem lá fyrir var að velta fyrir sér málefnum URKÍ og stöðu þess batterís innan Rauða Kross Íslands. Þar liggur afstaða landsfundar og verkefni sem hann fól okkur sem nú sitjum í stjórn og hugmyndafræðileg vanvitneskja um starf URKÍ. Mörg orð féllu á aðalfundi Rauða kross Íslands sem flogið hafa milli eyrnanna á mér til frekari glöggvunar í þessu sambandi, sum miður og önnur gagnleg. Svo er það bara koma þessu saman, setja svo niður hvað framtíðin beri í skauti sér og leggja réttu línurnar fyrir URKÍ.
Aðrar vígstöðvar hjá mér hafa tekið sér smá sumarfrí og keyra á hálfum hraða. Reyndar liggja nokkur mál fyrir þar sem ég þarf að leggja leið mína á kleinufund á skrifstofu félagsmála í Ráðhúsi Skagafjarðar. Vona bara að kleinurnar renni ljúft niður...
Þannig að kleinur og URKÍ eru verkefni vikunnar auk annarra venjubundinna verkefna sem fylgir því að vera hér á Sauðárkróki.
Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 08:06
Ferð til Spánar
Vildi þakka fyrir góðar kveðjur hér á netinu og láta alla vita af því að ég er nú að yfirgefa landið og held til Spánar. Ég mun dvelja þar ásamt öllum vinum mínum og kunningjum næstu 14 daga. Ef þið hafið áhuga þá endilega fylgist með ferðinni á www.thrki.net . En sjáums í lok júní.Með góðri kveðju,Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)