Keflavík - París

Heilir og sælir lesendur góðir!
Sit hérna á forlátri kaffistofu Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Er hér ásamt þeim heiðursmönnum Ívari bróður og Ásgeiri Sig og erum við á leið til borgar ástarinnar, Parísar. Þar sem við höfum ekki fundið ástina hér heima leitum við nú þangað sem leyndardómar og dulúð svífa yfir vötnum og turnum í von um einhvern árangur. Vélin okkar á að taka á loft kl. 07:50 ef ekkert óvænt mun koma upp á... Reyni að senda rapport um gjörðir okkar og hugsanir ef færi gefst.Lifið heilJón Þorsteinn (Nonni Nine finger)

Gleðilega hátíð !

Nú eru blessaðir framsóknamennirnir allir komnir til byggða og jólin gengin í garð með öllum sínum hátíðleika. Jól eins og við þekkjum þau eru kennd við Krist sem sagður er hafa fæðst þennan dag fyrir 2007 árum. Reyndar er orðið Jól ekki komið úr eða tengt við kristni því í flestum löndum sem halda jól eru þau kennd við Krist (Christmas). Siðurinn jól er úr heiðnum norrænum sið þegar menn héldu miðsvetrablót og fögnuðu hækkandi sól, en var svo uppfært á Kristin sið þegar norrænir menn tóku upp þá trú.

Þar sem ég fylgi kristnum sið þá við ég óska fjölskyldu, vinum og kunningjum gleðilegra jólahátíðar og vona að gleði og umhyggja ríki yfir hátíðarnar.

Gleðileg Jól

Jón Þorsteinn ( Nonni Nine finger)


Þetta er mannréttindarbrot !

Rakst á þennan dóm núna í kvöld og renndi yfir hann.  S.kv. mannréttindayfirlýsingu Sameiniðuþjóðanna, grunnskólalögum og lögum um málefni fatlaðra tel ég að Hæstiréttur sé að fara með rangt mál.  Auk þess sem ég tel að hann sé fordæmisgefandi fyrir aðra grunnskóla í landinu.  Nú geta skólar, með sína sérfræðinga farið að vísa fötluðum nemendum úr skólanum.

 Skoðiði og dóminn

 

Kveðja, Jón Þ.


Þjófóttir framsóknarmenn.

Síðustu nótt álpaðist fyrsti jóasveininn niður hæðirnar. Hann er langur og mjór og heiti Stekkjastaur. Þessi káti sveinn sem er einn af 13 bræðrum mun nú ónáða æsku landsins með ýmsum uppátækjum á daginn og gefa þeim ávexti að mismunandi gæðum á nóttinni.

Þessi sveinar eiga sér langa sögu og hefur hún oft verið kveðin eins og hún ætti kannski að vera svo börn og aðrir trúmenn tryðu henni. Ætla ég því að segja ykkur þá sögu sem ég fékk að heyra frá honum föður mínum núna um daginn þegar við áttum tal saman. Vil ég vara æsku landsins við að lesa lengra en þetta (SPTOP), ef hún vill halda áfram að lifa í blekkingum og trúa á þá sveina.

S.kv. bókinni ?Saga daganna? eru hjónakornin Grýla og Leppalúði ásamt börnum þeirra upprunnin frá 17 öld. Á þeim tíma voru þeir sagði líkjast tröllum en svo fóru þeir að líkjast mönum en samt stórum, ófrýnilegum og luralegum. S.kv. honum föður mínum eru þessar skilgreiningar bara til að hræða börnin í þá daga, þar sem bændur voru frekar snemmsvæfir og þurftu svefnfrið. Af þessu eimir en því en tala foreldrar um það að börn þeirra fái ekkert í skóinn nema skemmda kartöflu fari þau ekki snemma að sofa og verði góð.

Hinsvegar þegar talið beinist að jólasveinunum sjálfum vill faðir minn meina að sá sem nú birtist okkur í rauðum stakk, með hvítt skegg og rauða húfu sé til að upphefja Framsóknarflokkinn. Því þeir jólasveinar sem voru áður hafi ekki verið annað en þjófóttir framsóknarmenn. Máli sínu til stuðning er mér bent á að Framsóknaflokkurinn hafi verið stofnaður árið 1916 og eftir það hafi hinir 13 sveinar farið að taka meira og meira útlit heilags Niklásar. Þar voru kaupmenn, sem auðvita voru framsóknarmenn í stórum stíl, verið fremsti í flokki markaðssetningar.

Fyrir tíð nýaldar jólasveins hafi þeir verið tötralega klæddir og þjófóttir í meiralagi. Þaðan séu nöfnin komin, Skyrgámur, Bjúgnakrækir já eða Kertasníkir. Þetta segir bara allt sem segja þarf. Ég benti föður mínum nú á að þetta hafi nú verið upprunnið innan þéttbýlis og hjá stórbændum á þessum tíma, en hafi ekki komið frá bændum. Hann sagði það nú vera ástæðuna fyrir því að þetta væri eins og það væri, því auðvita vildu bændur ekki vera kenndir við þessa ómaga og þjófa. Þetta voru afdala framsóknarmenn (Faðir minn vill sem sé setja = á milli framsóknamanna og svo bænda) sem sveltu heilu hungri vegna skammtanna og einokunarverslunar. Sökum slæmra samgangna og þessa þörf fyrir það að búa út úr alfara leið voru þetta menn sem sáu sér ekki fært að ganga í þéttbýlin fyrr en líða tók á jóla-föstuna. Svo sökum örbirgðar og fötlunar urðu þeir að stela sér til mat í leiðinni.

Þetta má einnig sjá á útliti þeirra, þar sem sá fyrsti er langur og mjór og oftast kenndur við staur. Í dag væri hann kallaður anorexíu sjúklingur. Stúfur, mjög og lár til hnés, greinilega með litningagalla. Hurðaskellir, sagður ganga harkalega um og skella hurðum þannig að svefnfriður fékkst ekki. Augljóslega ofvirknisjúklingur og má jafnvel, út frá vísunum, segja að hann væri með athyglisbrest. Tala nú ekki um Gluggagæi, sveininn sem læddist um og gægðist a glugga. Þá var þetta forvitni, í dag væri hann perri sem ætti að loka inni. Svo má ekki gleyma að nefna að allir voru þeir með stelsýki á háu stigi.

Þannig að í stuttu máli, að mati föður míns, má segja að jólasveinarnir hafi verið þjófóttir framsóknamenn sem, sökum afdalastefnu og sjúkleika ( S.kv. orðabók Marðar Árnasonar er sjúkur maður = fatlaður maður) hafi þurft að lifa á öðrum þjófélagsþegnum. Sama og Framsóknaflokkurinn hafi gert í gegnum tíðina með sömu stefnu. Nærtækasta dæmi um þetta eru þessir blóðpeningar sem þeir gefa sjálfum sér ár hvert í formi beingreiðslna og sölu á bönkum.

Þó svo að faðir minn sé á þeirri skoðun að ekki eigi að vera þorandi að setja skóinn út í glugga þar sem þjófóttu framsóknamennirnir gætu stolið þeim hef ég þann siðinn á að gera það. Ég finn mér alltaf skó sem ég skelli út í gluggann og bíð svo eftir að framsókn gefi af sér. Því miður verð ég ansi oft fyrir vonbrigðum þrátt fyrir búsetu mína. En ég lifi áfram í voninni og vona að framsókn sjái um sína.

Með vinsemd og virðingu,

Jólasveinninn Nonni Nine-finger

http://ragnhildur.blog.is/blog/ragnhildur/entry/387557/


Höfuðverkur

Ótrúlegt þá erum við með í heiminum í dag alþjóðleg höfuðverkjar-samtök. Þannig ef þið hafið áhuga á að fækka þeim tilfellum höfuðverkja bendi ég ykkur á þessa síðu. International headache society (www.i-h-s.org).

Með vinsemd og virðingu,Nonni Nine finger


Ég mun eiga blá jól...

Nú eru mesti annatími ársins að hefjast í allri sinni mynd. Kaupmenn hækka vörur sínar að meðaltali um 10%, fólk sem eru skráðir félagsmenn í VR-stéttarfélagi fá senda bleðil í pósti um að þau eigi hvíldartíma (sem þau svo gleyma), gamlar konur missa vitið og berja saklausa vegfarendur með tösku og stöfum og saka þá um að vanvirða heldra fólk og síðast en ekki síst, Kleppur lokar.
Mönnum í rauðum fötum fjölgar talsvert á þessum tíma sem gefa sig út fyrir það að vera synir 900 ára gamallar konu og einhvers lúða sem búa í hinum ýmsu fjöllum víðsvegar um landið. Það sanna í málinu er að þetta eru allt vistmenn á deild 13 á Klepp. Sökum niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu og fjárausturs fjárlaganefndar í æskulýðsfélög eins og UMFÍ og Skáta þarf Kleppur alltaf að loka í 12 mánuðinum deild 13.
Til að fela þetta eru vistmenn látnir fá mun minni skammta lyfjum eins og Litíumsítrat Actavis og Litarex, klæddir í rauða búninga, látnir hafa mandarínur, litlar gjafir og skemmdar kartöflur. Svo eru þeir sendir með hópferðum um allt land, sagt að vera glaðlegir, skemmta fólki og segjast gefa góðum börnum gott í skóinn en þeim slæmu kartöflur.
Í gamla daga voru þetta oftast ómagar og tómthúsmenn sem voru í þessu hlutverki og því fengu þeir þau nöfn sem þessir menn bera í dag. Þau benda öll á hversu fingralangir þeir voru og myndi ég ekki vera hissa að ef þeir væru uppi í dag myndi Lalli Jóns blikna í samanburði við þá.
Auðvita er ég að ræða um hina víðfrægu jólasveina sem núna eru farnir að birtast í hópum til að hræða börn og gamalmenni. Þeir hlaupa um, öskrandi og æpandi einhverja gamla jólasálma, kastandi ávöxtum af ýmsum tegundum í saklausa vegfarendur sem hlægja og benda börnum sínu að fara nú að tala við þá til að fá gjafir frá þeim.
En allt þetta er víst partur af því að blessuð jólin eru víst að nálgast óðfluga og dagurinn í dag er víst upphafið af þessu öllu. Í dag eru 4 sunnudagar í það að jóladagur renni upp og er það Evrópskur siður sem við erfðum af dönum á sínum tíma að kveikja í kerti. Er þessi tími er líka oftast kallaður aðventa en heitir öðru nafni jólafasta og er upphafið af nýju kirkju ári og allt sem því fylgir. Því æla ég að kristnum sið að byrja jólaföstuna með pompi og prakt og kveikja í kerti og hlakka til þess að það séu bara 22 dagar til jóla.
Með vinsemd og virðingu,
Nonni Nine finger

Hátækni-skokk

Velti fyrir mér tilgangi þess að kalla til ráðgjafanefnd frá Danmörku til að koma upp með besta kostinum í stöðu þessarar byggingar þegar ekkert á að hlusta á þá. Þeir sem ráða búa til fallega nefndir sem ráðleggja þeim eitt en svo er bara gert það eitthvað annað þar sem  einhver vaxtahormón fékk hugmynd um nýtt sjúkrahús.  Bendi á pistil sem ég skrifaði hér fyrir nokkru síðan.Þörfin fyrir sjúkrahúsið er nokkuð skýr, hinsvegar þá er aðstæða fyrir viðbætur og úrbætur við borgarspítalann nokkuð góð og hægt að byggja upp eitt öflugasta sjúkrahús hér á landi með tiltölulega litlum kostnaði sem ekki kemur niður á sjúklingum framtíðarinnar.Vona bara að fréttirnar eftir opnunarathöfnina verði ekki í samræmi við Grímseyjar-ferjumálið sem var í hávegum s.l. sumar.

 Gasp


mbl.is Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herra lesandi

Ég vil þakka þér herra lesandi fyrir það að hafa byrjað að lesa þetta blogg mitt, og vona að ég standi undir þeim kröfum sem þú gerir til mín sem skrifanda herra lesandi. Ég vil líka þakka þér herra lesandi fyrir það að þú kíktir við á síðuna mína og vona að þú herra lesandi sért ánægður með framsetningu á því sem kemur hér fram. Herra lesandi ég er hér staddur í Genf sem er bær í Sviss sem er í sunnanverðri Evrópu, mætti segja norðarlega í sunnanverðri Evrópu, herra lesandi. Ég er staddur á alþjóðaráðstefnu alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldin er á tveggja ára fresti. Er þessi ráðstefna, herra lesandi, mjög svo áhugaverð og lærdómsrík. Mörg mál eru hér til umræðu sem og margar tillögur settar fram um málefni Rauða krossins sem skipta máli fyrir þjóðir heimsins, mikil pólitík er í gangi og margt sem er sérstakt. En allt snýr þetta að þeim mannúðarmálum sem Rauði krossinn sér um. Herra lesandi ég vil því segja þér og árétta að það að vera í Rauða krossinum er mikil upplifun og lærdómsríkt ferli sem byggir mann upp til framtíðar. Herra lesandi ég hef lokið skrifelsi mínu og vil þakka lesturinn herra lesandi.Með vinsemd og virðingu,Nonni Nine finger

Hrútamessa

Í gær var Marteinsmessa sem kennd er við heilagann Martein sem var frómur maður og velsinnaður. Hér á landi hefur hinsvegar tíðkast til forna að miða heilagan Martein við hvenær taka eigi hrúta frá ám svo að þær verði ekki lembdar fyrr en ætla megi, og þaðan kemur nafnið Hrútamessa. Þannig mætti segja að forn kristinn helgisiður hafi verið uppfærður sem getnaðarvörn íslensu sauðkindarinnar hér fyrir ekki svo löngu síðan.Með vinsemd og virðingu,Nonni Nine finger

1-2-3-4-5-6-7-8-9-??.......

Það að vera nemi getur oft reynst vera þrautin ein. Mætti hérna í skólann kl 10:10 og skrapp í Smiðjuna, sem er netþjónusta KHÍ. Þar bað ég um að fá fartölvuna mína tengda við netið. Sá sem varð fyrir svörum spurði mig um lykilorð af vélinni og ég sagðist ekki vera með slíkt heldur notaðist ég við puttann á mér. Hann rétti mér hníf og sagði mér að koma aftur eftir 10 mín til að nálgast tölvuna.

Með vinsemd og virðingu,

HolmesFEFC949A622EC68DF8C69206A41330D2


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband