Færsluflokkur: Bloggar

Blessaður maðurinn

Þessi frétt blasti við mér á mbl.is ,,Stal pels og spásséraði um miðborgina". Eftir að ég las fréttina fannst mér það augljóst að manninum sem spásseraði um bæinn í þessu pels hefði verið mjög greinilega kalt og því hafi lögbrot verið framið af nauðsin.Þó svo að rangt að taka hluti ófrjálsri hendi og refsa eigi fyrir slíkt athæfi fyndist mér í þessu tilfelli að konan ætti að sjá sóma sinn í því að ánafna manninum pelsnum þar sem hann nýtist honum betur en henni í frosthörkum vetrarins.Með vinsemd og virðingu,Jón Þorsteinn

Í upphafi var orðið

Svona til að hvíla ykkur á því sem hefur staðið hér í mánuð ætla ég að setja niður nokkra línur til að hressa ykkur við. Til að byrja einhverstaðar þá var mér bent á þetta sérstaka heiti á barnastarfi í Grafavogskirkju. (Þið verðið að smella á linkinn til að sjá þetta). Kannski ekki merkilegt að sjá samhljóða setta saman nema kannski þegar þeir hafa skírskotun í þetta hér....ekki alveg tengt barnastarfi. Svo er það þetta með Spaugstofuna um hann Ólaf blessaðan. Það að segja að þetta hafi gengið of langt . Sama var sagt um áramótaskaupið 1994 þegar Vigga var að panta flatböku fyrir aðalinn á Þingvöllum. Allt varð vitlaust þegar Dabbi kóngur var örlítið við Bermúda-skál í Leifsstöð 1991. Þessi dæmi þykja alveg sjálfsögð í dag og allir skella upp úr þegar vitnað er í þessi atriði. Sama held ég að eigi við hérna, fólk verður bara að sjá það skoplega við þetta. Svona hljómaði þetta í höndum fjölmiðla sem vildu ná æsifrétt úr þessu öllu saman og helst fella nýjan meirihluta í beinni. Nú er bara að hlægja að þess, þetta verður fyndið með árunum. Veit þú skelltir upp úr þegar þú horfðir á myndbandi sem þú smelltir á hér að ofan. Skemmtum okkur yfir því að vera hérnamegin vatna og öllu því skemmtilega sem er í kring um okkur, að hlægja lengir lífið, hvort svo sem það er að fyndnum nafngiftum eða ofskammt af fréttaflutningi og endurtekningum. Með ástar kveðjum til þín Jón Sjálfur

Þetta er mannréttindarbrot !

Rakst á þennan dóm núna í kvöld og renndi yfir hann.  S.kv. mannréttindayfirlýsingu Sameiniðuþjóðanna, grunnskólalögum og lögum um málefni fatlaðra tel ég að Hæstiréttur sé að fara með rangt mál.  Auk þess sem ég tel að hann sé fordæmisgefandi fyrir aðra grunnskóla í landinu.  Nú geta skólar, með sína sérfræðinga farið að vísa fötluðum nemendum úr skólanum.

 Skoðiði og dóminn

 

Kveðja, Jón Þ.


Hátækni-skokk

Velti fyrir mér tilgangi þess að kalla til ráðgjafanefnd frá Danmörku til að koma upp með besta kostinum í stöðu þessarar byggingar þegar ekkert á að hlusta á þá. Þeir sem ráða búa til fallega nefndir sem ráðleggja þeim eitt en svo er bara gert það eitthvað annað þar sem  einhver vaxtahormón fékk hugmynd um nýtt sjúkrahús.  Bendi á pistil sem ég skrifaði hér fyrir nokkru síðan.Þörfin fyrir sjúkrahúsið er nokkuð skýr, hinsvegar þá er aðstæða fyrir viðbætur og úrbætur við borgarspítalann nokkuð góð og hægt að byggja upp eitt öflugasta sjúkrahús hér á landi með tiltölulega litlum kostnaði sem ekki kemur niður á sjúklingum framtíðarinnar.Vona bara að fréttirnar eftir opnunarathöfnina verði ekki í samræmi við Grímseyjar-ferjumálið sem var í hávegum s.l. sumar.

 Gasp


mbl.is Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er þessi kona?

Samkvæmt fréttinni tældi "konan" manninn inn í húsasundið.  En hver er þessi kona eiginlega? Hennar er hvergi getið framar í fréttinni...  Eru sumarafleysingarnar byrjaðar á mbl.is svona snemma?

Holmes


mbl.is Lokkaður inn í húsasund og rændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátækni hlaup

Var að hlusta á sjónvarpið í kvöld meðan ég var að borða Cherios og Coco Puffs blandið mitt þar sem ég nennti ómögulega að elda fyrir sjálfan mig. Þar sat kona fyrir svörum hjá stjórnanda Íslands í dag sem spurði margra skemmtilega en að mínu mati einfaldra spurninga um stórt mál, þ.e. hátæknisjúkrahús sem nú er verið að skipuleggja og teikna. Rétt eftir að hafa lokið við síðustu skeiðina upp úr skálinni lauk þessu viðtali, eftir sat ég saddur en sá fyrir mér að ég þyrfti að fara að sleppa Coco Puffinu þar sem ég myndi aldrei eiga efni á að liggja inni á þessu sjúkrahúsi, né fengi aðgang að hinum þar sem þau myndu vera lokið til að fjármagna þetta hátæknisjúkrahús.


Vegna þessa velti ég því fyrir mér hví sé ekki hægt að notast við þá peninga sem eiga nú að fara í eldhús og einstaklingssjúkrastofur í að byggja upp og bæta það sem við höfum nú þegar? Auðvita er það heilsuhvetjandi að segja, „Ekki er tekið inn fólk með minna en 5 miljónir í árslaun“. En þá er spurningin um alla hina sem eru undir þessu marki og hvort við þurfum að byrja á sama kerfi og notast er hér fyrir vestan okkur. Þannig ef ég og aðrir sem viljum hlusta á sjónvarpið og borða mis-hollan mat öðru hverju ætlum að njóta góðrar heilbrigðisþjónustu er málið að fá sér vinnu sem gefur 5 millur plús á ársgrundvelli eða snúa sér að ávöxtum og grænmeti með aukinni hreyfingu. Ég ákvað að skokka upp á Nafir í kvöld af þessu tilefni með hundinn og fékk mér appelsínu á eftir áður en ég settist hérna niður til þessara skrifa.

Holmes á www.123.is/sherlockholmes


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband