Ég mun eiga blá jól...

Nú eru mesti annatími ársins að hefjast í allri sinni mynd. Kaupmenn hækka vörur sínar að meðaltali um 10%, fólk sem eru skráðir félagsmenn í VR-stéttarfélagi fá senda bleðil í pósti um að þau eigi hvíldartíma (sem þau svo gleyma), gamlar konur missa vitið og berja saklausa vegfarendur með tösku og stöfum og saka þá um að vanvirða heldra fólk og síðast en ekki síst, Kleppur lokar.
Mönnum í rauðum fötum fjölgar talsvert á þessum tíma sem gefa sig út fyrir það að vera synir 900 ára gamallar konu og einhvers lúða sem búa í hinum ýmsu fjöllum víðsvegar um landið. Það sanna í málinu er að þetta eru allt vistmenn á deild 13 á Klepp. Sökum niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu og fjárausturs fjárlaganefndar í æskulýðsfélög eins og UMFÍ og Skáta þarf Kleppur alltaf að loka í 12 mánuðinum deild 13.
Til að fela þetta eru vistmenn látnir fá mun minni skammta lyfjum eins og Litíumsítrat Actavis og Litarex, klæddir í rauða búninga, látnir hafa mandarínur, litlar gjafir og skemmdar kartöflur. Svo eru þeir sendir með hópferðum um allt land, sagt að vera glaðlegir, skemmta fólki og segjast gefa góðum börnum gott í skóinn en þeim slæmu kartöflur.
Í gamla daga voru þetta oftast ómagar og tómthúsmenn sem voru í þessu hlutverki og því fengu þeir þau nöfn sem þessir menn bera í dag. Þau benda öll á hversu fingralangir þeir voru og myndi ég ekki vera hissa að ef þeir væru uppi í dag myndi Lalli Jóns blikna í samanburði við þá.
Auðvita er ég að ræða um hina víðfrægu jólasveina sem núna eru farnir að birtast í hópum til að hræða börn og gamalmenni. Þeir hlaupa um, öskrandi og æpandi einhverja gamla jólasálma, kastandi ávöxtum af ýmsum tegundum í saklausa vegfarendur sem hlægja og benda börnum sínu að fara nú að tala við þá til að fá gjafir frá þeim.
En allt þetta er víst partur af því að blessuð jólin eru víst að nálgast óðfluga og dagurinn í dag er víst upphafið af þessu öllu. Í dag eru 4 sunnudagar í það að jóladagur renni upp og er það Evrópskur siður sem við erfðum af dönum á sínum tíma að kveikja í kerti. Er þessi tími er líka oftast kallaður aðventa en heitir öðru nafni jólafasta og er upphafið af nýju kirkju ári og allt sem því fylgir. Því æla ég að kristnum sið að byrja jólaföstuna með pompi og prakt og kveikja í kerti og hlakka til þess að það séu bara 22 dagar til jóla.
Með vinsemd og virðingu,
Nonni Nine finger

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband