Þjófóttir framsóknarmenn.

Síðustu nótt álpaðist fyrsti jóasveininn niður hæðirnar. Hann er langur og mjór og heiti Stekkjastaur. Þessi káti sveinn sem er einn af 13 bræðrum mun nú ónáða æsku landsins með ýmsum uppátækjum á daginn og gefa þeim ávexti að mismunandi gæðum á nóttinni.

Þessi sveinar eiga sér langa sögu og hefur hún oft verið kveðin eins og hún ætti kannski að vera svo börn og aðrir trúmenn tryðu henni. Ætla ég því að segja ykkur þá sögu sem ég fékk að heyra frá honum föður mínum núna um daginn þegar við áttum tal saman. Vil ég vara æsku landsins við að lesa lengra en þetta (SPTOP), ef hún vill halda áfram að lifa í blekkingum og trúa á þá sveina.

S.kv. bókinni ?Saga daganna? eru hjónakornin Grýla og Leppalúði ásamt börnum þeirra upprunnin frá 17 öld. Á þeim tíma voru þeir sagði líkjast tröllum en svo fóru þeir að líkjast mönum en samt stórum, ófrýnilegum og luralegum. S.kv. honum föður mínum eru þessar skilgreiningar bara til að hræða börnin í þá daga, þar sem bændur voru frekar snemmsvæfir og þurftu svefnfrið. Af þessu eimir en því en tala foreldrar um það að börn þeirra fái ekkert í skóinn nema skemmda kartöflu fari þau ekki snemma að sofa og verði góð.

Hinsvegar þegar talið beinist að jólasveinunum sjálfum vill faðir minn meina að sá sem nú birtist okkur í rauðum stakk, með hvítt skegg og rauða húfu sé til að upphefja Framsóknarflokkinn. Því þeir jólasveinar sem voru áður hafi ekki verið annað en þjófóttir framsóknarmenn. Máli sínu til stuðning er mér bent á að Framsóknaflokkurinn hafi verið stofnaður árið 1916 og eftir það hafi hinir 13 sveinar farið að taka meira og meira útlit heilags Niklásar. Þar voru kaupmenn, sem auðvita voru framsóknarmenn í stórum stíl, verið fremsti í flokki markaðssetningar.

Fyrir tíð nýaldar jólasveins hafi þeir verið tötralega klæddir og þjófóttir í meiralagi. Þaðan séu nöfnin komin, Skyrgámur, Bjúgnakrækir já eða Kertasníkir. Þetta segir bara allt sem segja þarf. Ég benti föður mínum nú á að þetta hafi nú verið upprunnið innan þéttbýlis og hjá stórbændum á þessum tíma, en hafi ekki komið frá bændum. Hann sagði það nú vera ástæðuna fyrir því að þetta væri eins og það væri, því auðvita vildu bændur ekki vera kenndir við þessa ómaga og þjófa. Þetta voru afdala framsóknarmenn (Faðir minn vill sem sé setja = á milli framsóknamanna og svo bænda) sem sveltu heilu hungri vegna skammtanna og einokunarverslunar. Sökum slæmra samgangna og þessa þörf fyrir það að búa út úr alfara leið voru þetta menn sem sáu sér ekki fært að ganga í þéttbýlin fyrr en líða tók á jóla-föstuna. Svo sökum örbirgðar og fötlunar urðu þeir að stela sér til mat í leiðinni.

Þetta má einnig sjá á útliti þeirra, þar sem sá fyrsti er langur og mjór og oftast kenndur við staur. Í dag væri hann kallaður anorexíu sjúklingur. Stúfur, mjög og lár til hnés, greinilega með litningagalla. Hurðaskellir, sagður ganga harkalega um og skella hurðum þannig að svefnfriður fékkst ekki. Augljóslega ofvirknisjúklingur og má jafnvel, út frá vísunum, segja að hann væri með athyglisbrest. Tala nú ekki um Gluggagæi, sveininn sem læddist um og gægðist a glugga. Þá var þetta forvitni, í dag væri hann perri sem ætti að loka inni. Svo má ekki gleyma að nefna að allir voru þeir með stelsýki á háu stigi.

Þannig að í stuttu máli, að mati föður míns, má segja að jólasveinarnir hafi verið þjófóttir framsóknamenn sem, sökum afdalastefnu og sjúkleika ( S.kv. orðabók Marðar Árnasonar er sjúkur maður = fatlaður maður) hafi þurft að lifa á öðrum þjófélagsþegnum. Sama og Framsóknaflokkurinn hafi gert í gegnum tíðina með sömu stefnu. Nærtækasta dæmi um þetta eru þessir blóðpeningar sem þeir gefa sjálfum sér ár hvert í formi beingreiðslna og sölu á bönkum.

Þó svo að faðir minn sé á þeirri skoðun að ekki eigi að vera þorandi að setja skóinn út í glugga þar sem þjófóttu framsóknamennirnir gætu stolið þeim hef ég þann siðinn á að gera það. Ég finn mér alltaf skó sem ég skelli út í gluggann og bíð svo eftir að framsókn gefi af sér. Því miður verð ég ansi oft fyrir vonbrigðum þrátt fyrir búsetu mína. En ég lifi áfram í voninni og vona að framsókn sjái um sína.

Með vinsemd og virðingu,

Jólasveinninn Nonni Nine-finger

http://ragnhildur.blog.is/blog/ragnhildur/entry/387557/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband