Árangur og ekkert labb

Nú líður að kosningum og flokkarnir farnir að fylla póstkasanna af bæklingum sem segja nákvæmlega ekki neitt um ekki neitt. Svo eru forkálfarnir farnir að ferðast um og kynna sín málefni og segja draugasögur í björtu. Auðvita þarf allt að vera fínt og flott í þessu sambandi og öllu því besta tjaldað svo atkvæðin verði fleiri. Fornaldarflokkunin (X-B) sem nú er að deyja út s.kv. flestum skoðanakönnunum er enginn eftirbátur hinna í atkvæðasöfnun og sýndi og sannaði það að hann er tilbúinn að gera eins mikið og hann getur á sem auðveldasta hátt. Auk þess sem hann er tilbúin að traðka á þjóðfélagsþegnum sem þegar eiga undir höggi að sækja. Það sannar þessi mynd sem einhver glöggur vegfarandi tók. Ekki nóg að þeir leggi í stæði fatlaðra heldur er bíllin ekki að verri endanum, Hummer jeppi í borg. Eru álver og stóriðjur ekki nóg, verða allir framsóknar-félagar að leggja sitt af mörkum líka með því að aka um á sót-miðstöð? Ég hlít að spyrja

Það litla álit sem ég hafði á framsóknarflokknum fer því hratt dvínandi og vona ég að þeir taki sig á, ásamt öllum þeim sem telja sig yfir aðra hafnir. Ef ekki og þeir halda viðvarandi stefnu held ég að við ættum að taka frá glerskáp frá fyrir þá á þjóðminjasafninu.Með kveðju,Holmes


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband