22.10.2005 | 10:54
Afmælisförin !!
Boðið var til samkuntu hér á síðkveldi nú í upphafi vetrar. Var þessi samkunta í hinum forna stað Barnum og hafði safnast fólk þar víða af. Til þessarar samkuntu buðu fólk gott og aðkomumenn sem búa hér í austri og vestri. Og voru þau sótt heim af miklum mönnum og góðum. Má þar nefna hið víðfræga heimavistarfólk sem fjölmennti auk annarra góðra manna úr sveit Skagafjarðar og víðar. Hafði ég meðferðis myndvél mína og festi minningu um þessa samkuntu á nokkrar myndir. Vona ég að þér hafið gaman af. Sjá myndir !!
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning