The end !

Í kvöld horfði ég á 4 bíómyndir á tveim stöðvum. Ótrúlegt afrek sem ég lærði af honum föður mínum þegar hann var með fjölvarpið þegar það kom fyrst til sögunnar. Fyrsta myndin sem ég nefni til sögunar heitir Everything Is Illuminated og fjallar um strák sem safnaði hlutum frá fjölskyldu sinni í poka. Hann ferðaðist til Úkraínu þar sem hann hitti tvo menn sem aðstoðuð hann við leit af sandi. Í upphafi myndarinnar deyr amma hans og í lokinn deyr afinn sem var annar af þessum tveim mönnum. Frekar sorglegt.

Myndin sem lá á stöð 3 á fjarstýringunni minni á sama tíma og sú fyrsta var úr þáttaröðinni Midsomer Murders. Ég datt inn þegar útigangsmaður átti í útistöðum við ungdóminn og einn af þeim sem voru að pirra karlinn skaut lítinn ref með haglabyssu. Þar var áhugi minn á fjandsamlegum refsingum til þeirra sem skjóta saklaus dýr mættur og því varla hægt að missa af þessari mynd. Myndin gekk út á að leysa gamla og nýja morðgátu sem endaðu auðvita á þann hátt sem flestir sem lesa sakamálasögur búast við í lok myndar. Rétt í endann, rétt áður kredit listinn datt upp, var sýnt þar sem gamlimaðurinn lagðist útaf og refir og ugla settust hjá honum þar sem hann var nú loks sáttur við guð og menn.

Næstu tvær myndir komu voru What dreams may come og End of days. Sú fyrri fjallaði um mjög ástfangin fjölskyldufaðir sem misst hefur börnin sín. Svo verður hann fyrir því óláni að látast í umferðaslysi nokkrum árum síðar. Hann færist yfir í annan heim og lærir á hann. Svo fremur konan hans sem syrgir hann mjög sjálfsmorð. Auðvita fer hann og sameinar alla fjölskylduna handan vatna og er þetta mjög falleg mynd um ástina og hvað hún getur sigrast á. Seinni myndin End of days var sú sem ég endaði á áður en ég settist niður við tölvuna. Fjallaði hún á sinn klassíska hátt um endurfæðingu Satans og langt kynlífsbindindi hans og löngun hans í að sænga hjá konu. Í myndinni sjálfri létust fjöldin allur af saklausum aukaleikurum og í lokin varð auðvita einhver að fórna sér fyrir kærleika heimsins til mannsins.

Eins og sjá má á þessari upptalningu er megin umfjöllunarefni allra myndanna endalok og upphaf af einhverju nýju. Ákaflega sorglegar myndir margar hverjar og alveg klútanna virði, kannski ekki End of days, en hún sparaði mér alveg rúlluna. Svo til að segja álit mitt á myndunum þá er tilvalið að gefa þeim einkunn fyrir frammistöðu. Meðaltal kvöldsin er 3 stjörnur af 5 þar sem End of days dregur allar hinar frekar mikið niður. En ætla að skella mér í meira sjónvarpsgláp og horfa á daginn á morgun.

Holmes.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband