23.9.2007 | 12:00
Ríkisútvarpið - sjónvarp
Þessi helgi fór ekki eins og plön gerðu ráð fyrir og var aðallega notuð til a ganga frá því sem átti að verða. Átti samt rólega stund hérna í sveitinni með öllum hundunum sem annaðhvort voru háværir eða kúrðu sig upp að mér í sófanum þegar ég var að horfa á sjónvarpið.En þar sem flestar stundirnar sem ég nýti fyrir framan myndvarpið eru fyrstu klst. fyrir hádegi finnst mér það sorglegt að þurfa að horfa á íþróttir. Sérstaklega þar sem ekki er hægt að skipta yfir á aðrar stöðvar þar sem ég er. Þessi umræða hefur oft komið upp og ætla ég bara að bæta við einni setningu við hana.Mér finnst íslensk dagskrágerð sem og erlend lýða fyrir íþróttir og tengt efni á RÚV !Ég vil að þessi þreytti og hlaupandi minnihluti notist við aðrar stöðvar til að svala þessari fíkn sinni sem íþróttir eru en ekki skylduáskriftarsjónvarp. Í sjónvarpi allra landsmanna, Stöð 1, á að vera skemmtilegt barnaefni, fræðslu, og menningaþættir um allt og ekkert, heimildarmyndir, góðar kvikmyndir og fréttir og fréttatengt efni. Svo auðvita á að vera góðar samantektir af þeim íþróttum sem hafa átt sér stað yfir daginn. EKKI BEINAR ÚTSENDINGAR Í MARGA KLST !!!!Vinalegar kveðjur,Holmes
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning