Fjallaferð með mennigalegu ívafi

Segja við ég ykkur lesendur góðir frá einni ferð sem farin var og öllu sem þar til tíðinda bar. Stefnt var yfir fyrnindi öll og þó nokkur fjöll, inn í dali og út í Ása og líka inn í Bása. Einngi var sumum ekki rótt því áætlað var að taka þátt í menningarnótt. Hófst hin frækna ferð á Krók sem kendur er við Sauðá, þanan burt okkar ferð örla dags lá. Þaðan var ekið á milli hlíða, og tekið upp fólk sem farið var að bíða. Frá Varmahlíð leið okkar lá, þangað sem Toyota Yaris fara ekki má. Stopað var í Áfanga þar sem við hittum nokkra ferða langa sár svanga og lúna og alveg búna. Svo var stopað á Hveravöllum, Gullfoss, Geysi og fleiri stöðum og þeir skoðaðir úr löngum túrhesta röðum. Á Þingvöll var svo rennt í hlað, maturinn tekin fram og grillað. Þar fngum við góða gesti, nokkra reykvíska þresti. Eftir grillið var svo haldið áfram á leið í bæ, þennan sem stendur við SW-ann sæ. Mættum í heimili skáta, þar sem ein fór að gráta. Varð hún svoldið reið, svo pínu leið en eftir að allt hafði verið lagað, gat hún ekki meira jagað. Því var haldið í draumheima hvers og eins sofnað vært og rótt, húsið varð frekar hljótt alla þá stuttu nótt.

Morgunin eftir var vaknað um 9 og áætlað að halda af stað kl rúmlega 10. Stóðst sú áætlun nokkuð vel og eftir rúmlega 11 var okkur ekki um sel. Lögðum af stað yfir heiðar, fjöll, ár og syndarflóð við fórum á Hópferðamiðstöðvar örk inn í Þórsmörk. Grillað var þar og labbað um, og saga staðarin í máli og myndum gerð okkur kunn. Svo þegar í allt í Básum var á enda, átti heim okkur að senda. Lagt var sömu leið til baka, en þar sem rútan vildi ekki yfir fljótin rata þurftir að leiða hana yfir ánna, en í henni í ég rak tánna og datt, þetta var ekki voða bratt, en á hausin é féll og fékk freka blautan skell. Blautur og hrakinn ég setist inn, þar sem mér var afhenntur gulu óupp blásinn kúturinn. Að mér var hlegið, en þið engum samt segið.

Eftir þessa frægðar för austur í Bása var mennigarnótt það sem um götur við ætluðum öll að rása. Eftir afslapandi dag og slæman fjárhag var haldið niður í bæ, þar við sáum marga og sögðum hæ. Fórum á tónleika og læti, og ótrúlegt við fundum bara nokkuð góð sæti. Fórum svo og sáum sprengjur, og flugeldalengjur. Líka mikið af fólki sem ráfaði til og frá, lista fólk og frægamenn einnig ég sá. En eftir góða kvöldstund, var nærst að fá sér góðan næturblund.

Daginn eftir var svo frá Reykjavík farið eftir góðar stundir, og við tók allvaran, vinnan og fundir. En eitt vil ég segja og alls ekki yfir því neinn okkar á að þegja. Þetta var gaman að vera svona öll saman. Gerum eitthvað svona aftur sem fyrst, því þá getum við sagt að engum við hofum því mist. Takk fyrir mig og þig og þig og þig......

Myndir

Holmes.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband