25.12.2007 | 13:00
Gleðilega hátíð !
Nú eru blessaðir framsóknamennirnir allir komnir til byggða og jólin gengin í garð með öllum sínum hátíðleika. Jól eins og við þekkjum þau eru kennd við Krist sem sagður er hafa fæðst þennan dag fyrir 2007 árum. Reyndar er orðið Jól ekki komið úr eða tengt við kristni því í flestum löndum sem halda jól eru þau kennd við Krist (Christmas). Siðurinn jól er úr heiðnum norrænum sið þegar menn héldu miðsvetrablót og fögnuðu hækkandi sól, en var svo uppfært á Kristin sið þegar norrænir menn tóku upp þá trú.
Þar sem ég fylgi kristnum sið þá við ég óska fjölskyldu, vinum og kunningjum gleðilegra jólahátíðar og vona að gleði og umhyggja ríki yfir hátíðarnar.
Gleðileg Jól
Jón Þorsteinn ( Nonni Nine finger)
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning