6.9.2007 | 18:02
Endurtekið efni...
Í morgun kvaddi hinn ástsæli söngvari Pavarotti okkur og blessuð sé minning hans og hafi hann þakkir fyrir allt og allt. Hinsvegar var ég að lesa á suðurland.is viðtal við hann Björn B. Jónson formann UMFÍ, sem nánar er hægt að lesa á vef UMFÍ, um að hann gæfi ekki kost á sér í starf formanns UMFÍ á næsta landsþingi. Í því viðtali segir Björn að framundan séu spennandi tímar og gott sé að fá nýtt blóð inn í forustuna. Það sem mér þótti hinsvegar merkilegast við þetta viðtal eru upphafsorðin hans : ,,Að starfa í 12 ár í svona stórri hreyfingu, eins og UMFÍ er, verður að teljast góður tími." Þessi orð rámaði mig í að hafa heyrt fyrr í dag þegar ég las og heyrði um andlát Pavarotti sem ég minntist hér áðann. Fór því og fletti upp á mbl.is fréttinni um hann og hlustaði á myndbrotið aftur og komst þá að því að Björn B. hefði verið með endurtekið efni í viðtalinu við vef UMFÍ.Ekki er ég að saka Björn um stuld á orðum stórsöngvarans en fannst frekar skondið að eldriborgarar UMFÍ skuli nota þessi farnaðar orð að loknu farsælu starfi.
Breytt 12.3.2008 kl. 14:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning