Endirinn markar upphaf á nýjum tímum!

Nú er komið að þeim tímamótum í mínu lífi að ég er að útskrifast frá því sem ég hóf að gera 1996 þegar ég skreið úr Víðistaðaskóla í Hafnafirði í lok maí mánaðar. Aftur 10 árum seinna er ég að skríða úr öðrum skóla sem ég hef í raun verið að vinna í að klára allt frá 1996.
Það herrans ár 1996 innritaði ég mig í nokkra skóla um sumarið og valdi svo að fara í tölvunám við Iðnskólan í Reykjavík. Eftir eina önn þar lá hugur minn til sjós og munstraði ég mig því á v/s Óðninn 17.2.1997 þar sem ég starfaði svo með hléum til haustsins 1998, en þá hóf ég nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Um veturinn koms ég svo að því að ég væri litblindur þannig að ég ákvað að segja skilið við þann draum að verða stýrimaður og fór að vinna aftur. Fékk vinnu á R4 pósthúsinu sem ég starfaði með lífsglöðum konum allt til vormánaðar en þá hóf ég störf hjá ÁTVR sem vaktmaður og pulsugerðamaður hjá frænku minni. Árin liðu eitt af öðru og ég reyndi að sækja kvöldskóla í FB sem gekk svona og svona. Ákvað svo að skrá mið í tölvufræðinám hkjá Tölvu og Verkfræðiþjónustunni haustið 2000 og var í því frá sept 2000 til febrúar 2001 þegar ég útskrifaðist frá þeim. Starfaði ég sem öryggisvörður hjá ÁTVR á meða ég var í námi og hafði einstaklega gaman af næturvöktum sem ég var á. Árið 2001 um sumarið fór ég svo með Önnu systir í sumarbúðir á Löngumýri í Skagafirði þar sem ég kyntist mörgu góðu fólki. Sumarið eftir fékk ég svo vinnu við sömu sumarbúðir og starfaði þar yfir sumarið. Í ágúst sama ár hringdi Karl í mig og spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að koma norður og starfa fyrir sig við starfsbraut FNV. Eftir mjög stuttan umhugsunarfrest var ég mættu norður í Skagafjörð með slatta af dótið bæð til starfa og náms í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Á þeim tíma sem ég hef dvalið hérna í Skagafirði hef ég öðlast meiri þekkingu, þekkingu sem ekki endilega er kennd í FNV. Ég hef kynnst ótal mörgu fólki af misjönum toga, allir sem hafa reynst mér mjög vel og veitt mér margvíslegan stuðnig í gegnum veðurafbrigði skólalífsins.
Það sem hófst fyrir um 10 árum með innritun í framhaldskóla líkur hér með brautskráningu frá FNV (Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra) og nýjir tímar taka við. Hvað svo sem þeir hafa fram að bjóða veit ég ekki, en það sem kemur kemur og ég get alltaf leitað til baka í forðabúr þekkingarinnar frá FNV-áranna og öllu því sem ég hef lært og numið í og fyrir utan skóla.
Holmes brautskráður.
(MYNDIR /Photos)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband