Flóttamannasaga

Jæja þá er maður komin aftur inn í hinn óraunverulega heim eftir hrakningar helgarinnar sem flóttamaðurinn Abu Ali Jama af Isaq ætt.

Þetta hófst allt saman með því að ég skráði mig í leikinn á flótta sem er hlutverkaleikur Rauða krossins og var haldin í Kjósinni. Þar mætti ég svo á laugadaginn kl 12:30 þar sem ég fékk nýtt nafn, nýja fjölskyldu og nýtt líf. Ég var orðinn Abu Ali Jama af ætt Isaqs frá Sómalíu. Þaðan sem ég og 9 aðrir fjölskyldumeðlimir vildu komast í burtu frá. Í upphafi leiksins var allt tekið af mér og minni fjölskyldu og það eins sem við fengum að hafa var vegabréf og fötin utan á okkur. Eftir þá niðurlægingu sem í því fólst að ná af okkur okkar persónulegu eigum var farið í skrifræðið. Þar var farið á milli skrifstofa og reynt að ná í á hverri skrifstofu 12x9 eyðublöð til að fá landgönguleyfi í öðru landi og reynt að fylla þau út en án árangurs. Svo þegar var búið að stela af okkur vegabréfunum, hella kaffi yfir eyðublöðin, láta okkur gera armbeygjur, leita á okkur, selja okkur brotna blýanta og fölsuð vegabréf var ráðist á stöðina og við send á flótta inn í óvissuna. En í óvissunni lá sú lausn að komast í flóttamannabúðir alþjóðlega Rauða krossins í Jemen. Eftir 6 km labb, samningi um mat við leiðsögumanninn, viðkomu á stað þar sem óprúttnir náungar sem sögðust vera landamæraverði réðust á okkur og kveiktu í vegabréfunum okkar og stálu af okkur og en meira labb komum við í flóttamannabúðirnar ?No Hope? í Jemen. Þar var tekið vel á móti okkur, þó matráðskonan hafi verið frekar ?kranky? og að mínu mati ekki í anda þess Rauða kross sem ég þekki, var þetta hinn fínasti staður til að vera á. En eftir að hafa verið þarna í einhvern tíma fengum við tvo poka af hrísgrjónum að borða, sem skiptust á milli 9 einstaklinga Ali Jama fjölskyldunnar, eftir að hafa dottið inn í veruleika samtímamanna í 5 mín, og látið ráðast á flóttamannabúðirnar yfirgáfum við sem eftir vorum í Ali Jama fjölskyldunni rjúkandi rústir þeirra og fórum með leiðsögumanni í átt að nýrri framtíð. Eftir dágott labb í gegnum Jemen, Egyptaland, Slóveníu, Ungverjaland, Pólland, Þýskaland og Danmörk ávalt í þeim ótta að verða uppgötuð af hermönum, og lögreglu komumst við til Íslands þar sem gömul sveitahjón á bænum Útnára tóku á móti okkur og leyfðu okkur að gista í hrörlegu húsakynnum sínum. Svöng og þreytt lögðumst við í Ali Jama fjölskyldunni til hvílu í þessum hrörlega húsakosti hjónanna á Útnára í -3°C frosti. Eftir að hafa reynt að ná svefni á gólfi bæjarins gafst ég upp og reyndi að ná í mig smá hita. Fann svo loks ofn í herberginu sem við dvöldum í, reyndar búið að aftengja hann, en hann kom að notum sem sæti þar sem ég gat setið uppréttur og hallað mér smávegis utan í vegginn. Skömmu eftir að ég hafði náð að festa blund í ?frystihúsinu? kom íslenska lögreglan og handtók okkur þarna á bænum Útnára og færði okkur til Reykjanesbæjar til yfirheyrslna. Eftir að hafa fengið að sofa örlítið vorum við vakin í yfirheyrslur af útlendingaeftirlitinu íslenska, þó svo að hafa aldrei fengið a vita það að við værum hjá útlendingaeftirlitinu. En þetta sama var viðhaft nokkrum sinnum yfir nóttina þó svo að mín fjölskylda þurftir einungis að þola þessar yfirheyrslur tvisvar. Svo í birtingu næsta morgun vorum við vakin og tjáð að sökum þess að mín fjölskylda hefði ekki leitað hælis hér á Íslandi værum við á leið héðan með fyrsta flugi. Vonaðist ég þá loks að geta komist til Svíþjóðar, eins og upprunnaleg plön sögðu til um og lauk þar með leiknum. (sjá kort hér að neðan um leiðina)



Um þessa upplifun verð ég að segja að ég myndi gjarnan vilja fá að sjá og upplifa þetta aftur á einhvern hátt. Hef sjaldan eða aldrei fengið að komast í tæri við leik sem lýsir aðstæðum svona vel og gefur manni mynd af einhverju sem maður sér bara í sjónvarpi og í blöðum. Mæli með að fólk kynni sér þetta á síðunni www.redcross.is og komi svo í þennan leik þegar hann verður haldin nærst. Mæli eindregið með honum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband