21.11.2007 | 16:00
Herra lesandi
Ég vil þakka þér herra lesandi fyrir það að hafa byrjað að lesa þetta blogg mitt, og vona að ég standi undir þeim kröfum sem þú gerir til mín sem skrifanda herra lesandi. Ég vil líka þakka þér herra lesandi fyrir það að þú kíktir við á síðuna mína og vona að þú herra lesandi sért ánægður með framsetningu á því sem kemur hér fram. Herra lesandi ég er hér staddur í Genf sem er bær í Sviss sem er í sunnanverðri Evrópu, mætti segja norðarlega í sunnanverðri Evrópu, herra lesandi. Ég er staddur á alþjóðaráðstefnu alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem haldin er á tveggja ára fresti. Er þessi ráðstefna, herra lesandi, mjög svo áhugaverð og lærdómsrík. Mörg mál eru hér til umræðu sem og margar tillögur settar fram um málefni Rauða krossins sem skipta máli fyrir þjóðir heimsins, mikil pólitík er í gangi og margt sem er sérstakt. En allt snýr þetta að þeim mannúðarmálum sem Rauði krossinn sér um. Herra lesandi ég vil því segja þér og árétta að það að vera í Rauða krossinum er mikil upplifun og lærdómsríkt ferli sem byggir mann upp til framtíðar. Herra lesandi ég hef lokið skrifelsi mínu og vil þakka lesturinn herra lesandi.Með vinsemd og virðingu,Nonni Nine finger
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning