Jaðarbyggðin um Jaðarbyggðina

Jæja, komst á leiðarenda hér í noregi og sit nú á ráðstefnu um ungt fólk í jaðarbyggð í jaðarbyggðinni. Þetta byrjaði snemma á föstudagsmorguninn á góðum morgunmat á hótel Norlandia Ósló Airport. Eftir það lá leiðinn út á flugvöll þar sem planið var að nýta tímann í taka því rólega fyrir flug. Svo er ég hafði lokið við bréfaskriftir og að svara pósti, lá leiðin í loftið til Þrándheims. Vorum mætti þangað um kl 10:10 og vorum komnir í lestina um kl hálftíma síðar. Ungt fólk í jaðarbyggð ráðstefnan beið svo eftir okkur á lestastöðinni Rörið um kl 12 er við runnum í hlað í jaðarbyggðina.

Eftir a hafa komi okkur fyrir og náð áttum í að skilja ekki nægilega mikið í því sem var verið að segja hófst ráðstefnan á mat og drykk. Því nærst var farið í kynningar á því sem gera skildi, samhristing og fyrirlestrar. Dagurinn endaði á leiksýningu og en meiri samhristingi hjá okkur íslendingunum sem kyrjuðu söng langt fram eftir kvöldi og drógum við alla hina inn með okkur. Samþjóðafólk okkar Ebba hér eru þau Jón Ómar, Þráinn Haralds frá KFUM & K, Elsa Guðný og María Aldís frá UMFÍ, Greipur og Gylfi frá Stúdentaráði HA og Inga og Bergdís frá Skátunum. Myndavélin hefur verið á lofti og set ég inn myndir eftir að hafa bætt aðeins á kubbinn í dag.

Hei fra Norge, Holmes

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband