11.12.2005 | 01:43
Jólahlaðborð
Var að koma heim til Ívars eftir vel heppnað jólahlaðborð. Var boðið af fóstur Ömmu minni og afa, Ellen og Andrési sem eru foreldrar Jens. Auk mín voru þarna mamma og stjúpi minn (Jens), systir mín (Grænumýris-fjölskyldan) Grímur, Mæa, Fiddi og Rósa (Miðtúnsfjölskyldan). auðvita Ívar og svo Ellen og Andrés. Mættum við Ívar á Loftleiði um kl 19:00 o hófst þá þetta magnaða jólahlaðborð. Borðuðum við til að ganga 21:30 ýmsan dýrindis mat, allt frá síld upp i lamasteikur og margar tegundir eftirrétta. En svo þegar flestir voru farnir sátum við Ívar, Ellen og Andrés eftir og ætluðum að hinkra eftir reikningnum. Eftir rúmar 45 mín bið og mörg köll í þjónana kom svo loksins þjónninn eftir að ég hafði brugðið mér yfir til yfirþjónsins og spurt hvort það væri stefna staðarins að láta gesti sína daga uppi. Kom þá þjónninn til okkar og mætti með reikninginn en er hann hafði komið með kvittunina hvarf hann aftur og við biðum í rúmar 5 mín eftir að hann birtist aftur með réttan reikning. Fannst þetta gera þetta frábær jólahlaðborð sem full var að frábærum mat að pirrandi bið eftir þeim hlut sem á bara að vera á hreinu þegar fólk er að setja sig út á að selja svona hluti. Vona bara að þeir bæti þetta þarna á Loftleiðum svo maður geti farið sáttur frá svona góðum mat. Svo eru nokkrar myndir sem þið smelli HÉR
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning