12.3.2006 | 20:28
Hlustum á þögnina !
Þögnin er oftast
það besta sem maður veit um í hávaðasamfélagi nútímans. Hvert sem þú ferð er
alltaf eitthvað eyrnaáreiti, malið í fólkinu á götunni, útvarpið, fuglarnir,
heimur víðfermisins og við sjálf. Flest af þessu er áreiti sem við segjum
skemma hina algjöru þögn. Okkur finnist
gott að komast úr erli dagsins í þögn heimilisins þar sem við erum örugg
gagnvar utanaðkomandi áreiti hávaðans en þó sjáum við okkur stundum fært á að
kveikja á tveim þrem útvörpum í húsinu, einu sjónvarpi og kannski er ryksugan
líka í gangi, síminn hringjandi og kalla það hina dýrmætu þögn
heimilisins. Þessar tvær myndir af þögninni,
annarsvegar sú sem veitir algjörri þögn og hin sem gefur okkur snertu að
veröldinni í gegnum nútímatækni, eru veraldleg áreiti sem stjórnast af umhverfi
okkar hverju sinni.
Annað einkenni af
okkar dýrmætu þögn er sú sem snertir okkur meira en í gegnum eyrun. Sú sem gengur með okkur í ósögðum orðum. Orðum sem við erum hrædd við eða viljum ekki
segja af einhverjum ástæðum. Þessi þögn kemur af mörgum ástæðum sem allar eru
ólíkar. Hjá sumum er hún sú að þeir eru
hræddir við að orð skemmi meira en ósagt orð, hjá öðrum er það reisnin um að
halda ímyndinni. Ef ósögð orð eru það sem halda aftur af þeim ósögðu er
spurningin hvort orðin ósögðu rista ekki dýpra en þau sem sögð eru og hvort
reisnin verði ekki meiri fyrir vikið ef við þorum og viljum segja hvernig okkur
líður, hvað við þráum og vonum.
Þannig að við
sjáum það að sú dýrmæta þögn sem við þráum stundum getur verið orsökin af mörgu
andlegu meini innra með okkur líka. Spurningin er hvora þögnina viljum við og
getum við nýtt hana til að takast á við hugskot ímyndunarinnar. Til þess að
átta okkur á okkur sjálfum hvað við viljum gera í þögninni er undir okkur
sjálfum komið. Setjumst því niður með sjálfum okkur og hlustum saman á þögnina
og lærum af henni. Hún segir meira en mörg orð.
Holmes.
Breytt 12.3.2008 kl. 14:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning