Meira af stóra tannkrems-málinu

Þær sögur sem fram fara hérna á eftir eru stórlega óýktar og sannar og nöfnum hefur ekkert verið breytt til að leggja þá í hættu sem koma við sögu.

Fólk hefur haldið því fram að höfundur sé stórlega ýktur og haldin einhverskonar bilun. Eflaust má skýra það og tengja það við að hafa fengið vænan skammt af Colgate. Þó svo að ýmis óörvandi og bráðdrepandi efni sem finnast í Colgate leiði það af sér að bráðfrísk andremma gefi upp öndina við fyrsta burst, gefur efnið ómótstæðilega og hreina söngremmu eftir vaskið.

Af þessu tilefni fannst mér, sökum góðs árangurs í að afla mér efnisins hérna um daginn, að ég þyrfti endilega að munda hljómkassann minn. Brá mér því inn í geymslu þar sem ég nú rek ágætis gestaherbergi með ofanflóahættu og geymi minn víðförla hljómkassa. Reif utan af honum slíðrið og sló strengina af stakri snilld. Hljómarnir sem þá komu út minntu helst á söng Baktus bræðra á slæmum degi. Sótti því hljómkassa-slíðrið þar sem ég taldi að þar gæti ég fundið betri hljóma, en þar leyndist túpa ef hinu magnaða og andremmudrepandi efni Colgate.

Þar að leiðandi get ég prísað mig sælan yfir, eftir að hafa fundið túpuna, að eiga það ekki á hættu næstu mánuði að vanta tannkrem. Af söngnum er það annars að frétta að ég brá mér á knæpu bæjarins í gærkvöldi og ætlaði að hlíða á ,-Ég-Dúkkuna- (I-dolið) Ínu og hljómsveit, eftir ófarir mínar með sönginn. Eftir fyrstu lögin verð ég því miður að segja að Billboard listinn myndi eflaust troða mér í síðustu sætin sín frekar en ,-Ég-dúkkunni- og hljómsveit.

Smá af söng

Holmes


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband