Færsluflokkur: Bloggar
13.3.2008 | 14:08
Blessaður maðurinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2008 | 21:00
Í upphafi var orðið
Bloggar | Breytt 12.3.2008 kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 22:49
Þetta er mannréttindarbrot !
Rakst á þennan dóm núna í kvöld og renndi yfir hann. S.kv. mannréttindayfirlýsingu Sameiniðuþjóðanna, grunnskólalögum og lögum um málefni fatlaðra tel ég að Hæstiréttur sé að fara með rangt mál. Auk þess sem ég tel að hann sé fordæmisgefandi fyrir aðra grunnskóla í landinu. Nú geta skólar, með sína sérfræðinga farið að vísa fötluðum nemendum úr skólanum.
Kveðja, Jón Þ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 10:49
Hátækni-skokk
Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2007 | 13:24
Hver er þessi kona?
Samkvæmt fréttinni tældi "konan" manninn inn í húsasundið. En hver er þessi kona eiginlega? Hennar er hvergi getið framar í fréttinni... Eru sumarafleysingarnar byrjaðar á mbl.is svona snemma?
Holmes
Lokkaður inn í húsasund og rændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2007 | 23:52
Hátækni hlaup
Var að hlusta á sjónvarpið í kvöld meðan ég var að borða Cherios og Coco Puffs blandið mitt þar sem ég nennti ómögulega að elda fyrir sjálfan mig. Þar sat kona fyrir svörum hjá stjórnanda Íslands í dag sem spurði margra skemmtilega en að mínu mati einfaldra spurninga um stórt mál, þ.e. hátæknisjúkrahús sem nú er verið að skipuleggja og teikna. Rétt eftir að hafa lokið við síðustu skeiðina upp úr skálinni lauk þessu viðtali, eftir sat ég saddur en sá fyrir mér að ég þyrfti að fara að sleppa Coco Puffinu þar sem ég myndi aldrei eiga efni á að liggja inni á þessu sjúkrahúsi, né fengi aðgang að hinum þar sem þau myndu vera lokið til að fjármagna þetta hátæknisjúkrahús.
Vegna þessa velti ég því fyrir mér hví sé ekki hægt að notast við þá peninga sem eiga nú að fara í eldhús og einstaklingssjúkrastofur í að byggja upp og bæta það sem við höfum nú þegar? Auðvita er það heilsuhvetjandi að segja, Ekki er tekið inn fólk með minna en 5 miljónir í árslaun. En þá er spurningin um alla hina sem eru undir þessu marki og hvort við þurfum að byrja á sama kerfi og notast er hér fyrir vestan okkur. Þannig ef ég og aðrir sem viljum hlusta á sjónvarpið og borða mis-hollan mat öðru hverju ætlum að njóta góðrar heilbrigðisþjónustu er málið að fá sér vinnu sem gefur 5 millur plús á ársgrundvelli eða snúa sér að ávöxtum og grænmeti með aukinni hreyfingu. Ég ákvað að skokka upp á Nafir í kvöld af þessu tilefni með hundinn og fékk mér appelsínu á eftir áður en ég settist hérna niður til þessara skrifa.
Holmes á www.123.is/sherlockholmes
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)